Hringsjár

Hringsjá á Valahnúki

„Landslag yrði lítils virði ef það héti ekki neitt,“ orti Tómas Guðmundsson í kvæði sínu Urð og grjót. Það er örugglega rétt hjá skáldinu að nafn gefur stað sérstakt gildi, að minnsta kosti hefur svo ætíð verið í hugum Íslendinga.

Það varð þegar á árdögum Ferðafélags Íslands eitt verkefna þess að setja upp hringsjár til að auðvelda fólki að læra nöfn fjalla og annarra kennileita. Fyrsta hringsjáin var sett á Valhúsahæð á Seltjarnarnesi árið 1938. Þaðan blasir við mikill og fagur fjallahringur. Á skífunni á Valhúsahæð eru 80 staðarnöfn.

Á myndinni hér til hægri má sjá Einar Guðjohnsen, fyrrverandi framkvæmdastjóra FÍ, með skóflu í hönd að setja upp hringsjá á Valahnúk í Þórsmörk. 

Hringsjá á Valhúsahæð  Hringsjá á Þverfellshorni

Hringsjáin á Valhúsahæð til vinstri og á Þverfellshorni til hægri

Hringsjár Ferðafélagsins og deilda þess eru nú 17. Sjálfboðaliðar hafa mjög komið að gerð og uppsetningu hringsjánna. Flestar þeirra eru teiknaðar af Jóni Víðis, landmælingamanni, sem var óþreytandi í störfum sínum fyrir félagið. Á Þverfellshorni Esju er skífa, sem Jakob Hálfdanarson teiknaði og gaf teikninguna Ferðafélaginu í minningu Jóns Víðis.

Hringsjár FÍ

Yfirlit yfir FÍ hringsjár

  • Valhúsahæð á Seltjarnarnesi
  • Vífilsfell
  • Hakið á Þingvöllum ofan Almannagjár
  • Hamarskotsklappir á Akureyri
  • Kambabrún við gamla veginn um Hellisheiði
  • Fróðhúsaborg hjá Svignaskarði
  • Jónasarlundur í Öxnadal
  • Geirsalda á Kili
  • Grímshóll á Vogastapa
  • Húsavíkurfjall
  • Valahnúkur í Þórsmörk
  • Miðmorgunsalda í Veiðivötnum
  • Bláhnúkur við Landmannalaugar
  • Þverfellshorn á Esju
  • Uxahryggir
  • Ytri Súla (2019) 
  • Dreki við Drekagil (2022) 

 

Unnið að uppsetningu hringsjár Ferðafélags Akureyrar við Drekagil haustið 2022. (Ljósmynd: Ingvar Teitsson) 

Hringsjá FFA við Drekagil komin upp í september 2022. (Ljósmynd: Ingvar Teitsson) 

Ingvar Teitsson formaður gönguleiðanefndar FFA að störfum við undirbúning uppsetningu hringsjár á tindi Ytri Súlu. (2019) 

Undirstöður hringsjár á Ytri Súlu. Sjálfboðaliðar FFA að störfum.