Árbækur

Ferðafélag Íslands gaf út sína fyrstu árbók árið 1928. Árbókin hefur síðan komið út árlega í óslitinni röð og er einstæður bókaflokkur um land og náttúru. Hver bók fjallar venjulega um tiltekið afmarkað svæði á landinu og nær efni þeirra nú um landið allt, víða í annað eða jafnvel þriðja sinn. Árbækurnar eru því í raun altæk Íslandslýsing og gefa í senn ferðafólki góðar ferðaupplýsingar ásamt því að veita innsýn í sögu og þjóðlegan fróðleik.

Ferðafélagið hefur alla tíð kostað kapps um að gera árbækur sínar sem best úr garði og jafnan fengið heimamenn á hverjum stað og aðra sérfræðinga til liðs. Mikinn fróðleik um náttúrufar er að finna í bókunum, gróður, fugla og aðra landsins prýði, en ekki síst um jarðfræði og myndunarsögu landsins. Saga og menning skipa háan sess í umfjöllun um byggðirnar.

 

🎄Síðasti afgreiðsludagur pantana fyrir jól er 20. desember, kl.12.00. Pantanir sem berast eftir þann tíma verða afgreiddar á nýju ári🎄

Árbók 2020 - Rauðasandshreppur hinn forni

Verðm/vsk
8.900 kr.
Skoða vöru

Árbók 2018 - Upphérað og öræfin suður af

Verðm/vsk
8.900 kr.
Skoða vöru

Árbók 2017 - Við Djúpið blátt

Verðm/vsk
8.900 kr.
Skoða vöru

Árbók 2016 - Skagafjörður austan Vatna II

Verðm/vsk
8.300 kr.
Skoða vöru

Árbók 2015 - Vestur-Húnavatnssýsla

Verðm/vsk
8.300 kr.
Skoða vöru

Árbók 2014 - Skagafjörður austan Vatna I

Verðm/vsk
8.200 kr.
Skoða vöru

Árbók 2013 - Norðausturland

Verðm/vsk
7.900 kr.
Skoða vöru

Árbók 2012 - Skagafjörður vestan Vatna

Verðm/vsk
7.900 kr.
Skoða vöru

Árbók 2011 - Í Dali vestur

Verðm/vsk
7.900 kr.
Skoða vöru

Árbók 2009 - Vestmannaeyjar

Verðm/vsk
6.900 kr.
Skoða vöru

Árbók 2008 - Úthérað

Verðm/vsk
6.900 kr.
Skoða vöru

Árbók 2007 - Húnaþing eystra

Verðm/vsk
4.900 kr.
Skoða vöru
< Fyrri | 1 | 2 | 3 | 4 | 5 |