Karfan er tóm.
Í Árbók FÍ 2009 er staðháttum, náttúru, dýralífi, jarðfræði, sögu og sögnum Vestmannaeyja gerð skil. Höfundur bókarinnar, Guðjón Ármann Eyjólfsson, fjallar um allar eyjarnar í Vestmannaeyjaklasanum sem ýmist eru taldar 15 eða 18 en stærstur hluti bókarinnar fjallar um Heimaey. Ítarlegur kafli fjallar um sögu Eyjanna þar sem meðal annars er sagt frá Tyrkjaráninu 1627. Sérstakur kafli er helgaður eldgosinu í Eyjum árið 1973.
Ingvari A. Sigurðsson og Sveinn P. Jakobsson rita kafla um jarðfræði Vestmannaeyja og ríkulegu fuglalífinu eru gerð skil í sérkafla sem skrifaður er af Jóhanni Óla Hilmarssyni.