Rafræn félagsskírteini FÍ

Leiðbeiningar – rafræn skírteini

Eftir að okkur hefur borist greiðsla félagsgjalds fær félagsmaður sendan tölvupóst innan viku frá noreply@smartsolutions.is þar sem hægt er að nálgast rafrænt félagsskírteini.

Ef tölvupóstur hefur ekki borist er líklegt að uppfæra þurfi upplýsingar í félagaskrá. Sendið tölvupóst með uppfærðu netfangi á fi@fi.is eða hafið samband í síma 568-2533.

Virkjun félagsskírteinis er einföld. Hún fer þó eftir því hvernig símtæki viðkomandi er með.

Iphone

Í Apple símum er fyrirfram uppsett veski (Apple Wallet).

Android

Ef veskis-forrit er ekki þegar uppsett í símanum þá þarf að sækja slíkt í Play Store. Við mælum með SmartWallet.

------------------------------------------------------------

Ef tölvupóstur er opnaður í tölvu:

Fylgið tenglinum sem birtist í tölvupóstinum.

Þegar það er gert birtist QR kóði.

Farið í viðeigandi veskis-forrit (Apple Wallet eða SmartWallet) og skannið QR kóðann.

Í framhaldinu birtist skírteinið.

Veljið að bæta því við (Add).

Skírteinið er nú tilbúið og aðgengilegt í veskinu.

 

Ef tölvupóstur er opnaður í síma:

Fylgið tenglinum sem er í tölvupóstinum.

Skírteinið opnast nú í veskinu.

Veljið að bæta því við (Add).

Athugið að Android notendur þurfa að sækja veskis-forrit til þess að skírteinið teljist virkt.

Skírteinið er nú tilbúið og aðgengilegt í veskinu.

 

Ef einhverjar spurningar vakna eða eitthvað gengur ekki sem skyldi, hafið samband við skrifstofu með því að senda tölvupóst á fi@fi.is eða í síma 568-2533.