Á aðalfundi Ferðafélags Íslands í gær voru Sigrún Valbergsdóttir og Ingunn Sigurðardóttir sæmdar nafnbótinni heiðurfélagi Ferðafélags Íslands.
Sigrun og Ingunn hafa báðar átt langt og farsælt starf með félaginu, Sigrún verið varaforseti, formaður ferðanefndar og fararstjóri og Ingunn starfað í 33 ár á skrifstofu félagsins og lengi sem aðstoðarframkvæmdastjóri.