Fréttir

Gítarinn frá grunni - 4 vikna námskeið. 28. janúar – 18. febrúar

Vertu klár með gítarinn í næstu skálaferð eða útilegu! Námskeiðið verður haldið hjá Ferðafélagi Íslands, Mörkinni 6, 108 Reykjavík. 28. janúar – 18. febrúar

Ferðaáætlun FÍ 2025

Nú er ástæða til að gleðjast því Ferðaáætlun FÍ 2025 er komin í birtingu á heimasíðu FÍ, www.fi.is. Ferðaáætlunin er líkt og síðustu ár eingöngu birt á heimasíðunni og er þar aðgengileg undir “ferðir”. Ólöf Kristín Sívertsen, forseti Ferðafélags Íslands og lýðheilsufræðingur, segir að það sé alltaf skemmtilegt þegar ferðaáæltunin lítur dagsins ljós. ,,Ferðaáætlunin að þessu sinni er óvenju vegleg og mikið framboð af spennandi ferðum. Eins og áður höfum við lagt áherslu á að öll geti fundið eitthvað við sitt hæfi þannig að í boði eru ferðir fyrir unga sem aldna og allt þar á milli, “ segir Ólöf og nefnir meðal annars ferðir Ferðafélags barnanna, dagsferðir, sumarleyfisferðir, skíðaferðir, námskeið, ferðir eldri og heldri félagaauk fjölmarga göngu- og hreyfihópa félagsins sem njóti mikilla vinsælda. ,,Það er hlutverk félagsins að kynna landið og hvetja landsmenn til að efla heilsu sína meðhreyfingu og útivist. Með útgáfu þessarar metnaðarfullu ferðaáætlunar erum við svo sannarlega að sinna því mikilvæga hlutverki,” segir Ólöf.

Hellingur af spennandi nýjum ferðum í bland við gamla slagara

Ferðaáætlun Ferðafélags Íslands 2025 hefur nú litið dagsins ljós. Ferðaáætlunin er kynnt hér á heimasíðu félagsins. Tómas Guðbjartsson formaður ferðanefndar segir að það sé alltaf hátíðarstemming þegar ferðaáæltunin kemur út. ,, ferðanefndin er búin að vinna frábært starf síðan í lok sumars ásamt skrifstofu og gaman að kynna fjölbreytta ferðaáætlun sem að þessu sinni er óvenju vegleg og mikið af ferðum í boði, " segir Tómas

Gönguhópar FÍ - 2025

Ferðafélag Íslands býður upp á fjölmarga gönguhópa sem snúast um reglulegar fjallgöngur, heilsubót og góðan félagsskap. Nokkrir gönguhópar eru nú komnir í kynningu og skráning í hópana hefst um leið. Meginmarkmið þessara hópa er útivera, náttúruupplifun, gleði og góður félagsskapur. Eins og í öllum ferðum Ferðafélags Íslands er mikil áhersla lögð á fræðslu og öryggi á fjöllum. Gönguhóparnir sem búið að birta eru FÍ Alla leið, FÍ Þrautseigur, FÍ Léttfeti, FÍ Fótfrár, FÍ Kvennakraftur, FÍ Tifað á tinda og FÍ Alpahópurinn. FÍ Þjóðleiðir fara í loftið eftir helgi. Fleiri gönguhópar verða kynntir á nýju ári.

Öryggismál ferðafólks á fjöllum

Ferðafélag Íslands hefur unnið að áhættumati fyrir fjölmargar gönguleiðir á Íslandi og er þeirri vinnu haldið áfram. Vinnan felst í því að kortleggja þær hættur sem við er að etja, sem geta auðvitað verið fjölmargar, sérstaklega þegar veður er vont á fjöllum. Hægt er að finna áhættumat gönguleiða hér á heimasíðunni undir fróðleik á forsíðunni. Nú þegar haustlægðir eru framundan er mikilvægt að huga vel að öryggisatriðum áður haldið er til fjalla. Góður undirbúningur og allur réttur búnaður skiptir þá mjög miklu máli.

FÍ og Dalakofinn taka höndum saman

Ferðafélag Íslands og Dalakofinn hafa tekið höndum saman og verða bókanir í Dalakofann fyrir árið 2025 í gegnum skrifstofu FÍ. Um leið er unnið að nánara samstarfi þar sem FÍ mun koma að uppbyggingu á aðstöðu í Dalakofanum. Ólöf Krístín Sívertsen forseti FÍ er mjög ánægð með samstarfið. ,, Við sjáum mikil tækifæri í ferðum og kynningu inn á þetta stórbrotna svæði og höfum verið að kynna það, meðal annars í nýlegum árbókum félagsins og eins með kynningarferðum sem hafa notið mikilla vinsælda. Það er búið að vinna virkilega mikið og gott starf í uppbyggingu skálans og ánægjulegt að geta lagt þeirri vinnu lið. Bókanir í Dalakofann fara nú fram í gegnum skrifstofu FÍ, s. 5682533 eða með tölvupósti á fi@fi.is Á myndinni eru Ólöf Kristín Sívertsen forseti FÍ og Gústav Stolzenwald fyrir hönd eigenda Dalakofans, að handsala samkomulagið

Meira en 30 farsæl og eftirminnileg ár að baki

Góð samskipti eru lykillinn að farsæld fólks og samfélaga. Þetta veit Ingunn Sigurðardóttir aðstoðarframkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands en hún er ekki bara sérlega flink í samskiptum, hún heldur líka utan um ótal þræði sem spinnast í það mikla net sem starf félagsins er.

Gjafabréf - ferðir - bókapakkar - aðild að ævintýrum og upplifun.

Á skrifstofu FÍ Mörkinni 6 má nú finna mikið úrval af bókapökkum sem er frábær jólagjöf ferðafélagans. T.d. má nefna bókapakka eins og Vestfirðingurinn, Flakkarinn Jarðfræðingurinn , Dalamaðurinn, Útilegumaðurinn og Hálendingurinn svo eitthvað sé nefnt. Einnig eru til fræðslurit, gönguleiðarit og kort. Um leið er hægt að kaupa gjafabréf FÍ sem gildir í ferðir eða fjallaverkefni og aðild að félaginu er frábær jólagjöf og er allt í senn gjöf sem stuðlar að bættri heilsu, góðum félagsskap, ævintýrum og upplifun.

FÍ eitt stærsta lýðheilsufélag landsins

„Ferðafélag Íslands er ein af þessum traustu stofnunum samfélagsins, enda með mikla samfélagslega skírskotun. Félagið er ekki hagnaðardrifið og starfsemi þess gengur út að gera almenningi kleift að ferðast um landið, efla heilsu og vellíðan og sýna náttúrunni þá virðingu sem hún á skilið.“ Þetta segir Ólöf Kristín Sívertsen lýðheilsufræðingur og forseti FÍ .

Gítarinn frá grunni - 4 vikna námskeið

Vertu klár með gítarinn í næstu skálaferð eða útilegu! Námskeiðið verður haldið hjá Ferðafélagi Íslands, Mörkinni 6, 108 Reykjavík. 12. nóvember – 3. desember