Árbók Ferðafélags Íslands kemur nú út 96. árið í röð. Eins og titill bókarinnar, Flóinn – milli Ölfusár og Þjórsár, gefur til kynna er fjallað um undirlendi Árnessýslu sem markast nokkurn veginn af Ölfusá í vestri, Hvítá í norðri, Þjórsá í austri og strandlengjunni milli árósanna í suðri.