Fréttir

Hringsjár við Drekagil og á Ytri-Súlu

Ferðafélag Akureyrar (FFA) setti upp hringsjá við Drekagil austan Dyngjufjalla í september 2022. Hringsjáin var gjöf til FFA frá Ferðafélagi Íslands í tilefni af 80 ára afmæli FFA vorið 2016. Gönguleiðanefnd FFA sá um gerð og uppsetningu hringsjárinnar.

Búið að loka öllum skálum nema Landmannalaugum

Nú er búið að loka öllum skálum FÍ fyrir veturinn nema Landmannalaugum. Skálaverðir Víkingur og Salka verða að störfum fram yfir næstu helgi. Töluvert umferð af dagsdvalargestum er í Laugum.

Ferðaáætlun FÍ 2023 í vinnslu

Ferðaáætlun FÍ 2023 hefur verið í undirbúning hjá ferðanefnd síðustu vikur með góðum stuðningi skrifstofu og Heiðu Meldal ferðafulltrúa. Stefnt er að því að ferðaáætlunin líti dagsins ljós í byrjun desember. Að venju verður áætlunin stútfull af ferðum þar sem allir eiga að finna eitthvað við sitt hæfi.

Gönguleiðir á Instagram

Á Instagram síðu FÍ er að finna umfjallanir um skemmtilegar gönguleiðir

Fjallaverkefni haustsins hafa fengið góðar viðtökur

Ferðafélag Íslands stendur fyrir fjölmörgum fjallaverkefnum. Um þessar mundir eru um 15 fullbókuð fjallaverkefni í gangi en haustverkefni félagsins sem kynnt voru í ágúst hafa fengið mjög góðar viðtökur. Verkefnin eru fjölbreytt og ættu því flest að finna eitthvað við sitt hæfi.

Allra veðra von á haustin

Nú þegar haustar og haustlægðir ganga yfir landið þá er allra veðra von og veðrið sífellt breytilegt eins og við þekkjum. Því er mikilvægt að vera vel búin og hafa kynnt sér veðurspá og aðstæður áður en haldið er til fjalla.

Fjölmennur félagsfundur í gærkvöldi

Fjölmennt var á félagsfundi FÍ í gærkvöldi sem haldinn var á Hilton Nordica í gærkvöldi en rúmlega 300 manns sóttu fundinn. Fundurinn hófst með framsögum þriggja stjórnarmanna og framkvæmdastjóra um stöðu félagsins. Að því loknu var mælendaskrá opin. Þar tóku ýmsir til máls og voru settar fram hugmyndir og vangaveltur um starf félagsins, áreitismál og rekstur. Að loknum málefnalegum erindum fjölmargra félaga voru lagðar voru fram fjórar tillögur á fundinum. Fyrst var borin undir atkvæði sú tillaga sem gekk lengst, þ.e. að stjórnin myndi segja af sér strax og boða til aðalfundar. Sú tillaga var felld með yfirgnæfandi meirihluta. Samkvæmt fundarsköpum voru næst greidd atkvæði um frávísun á vantrauststillögu sem lögð var fram. Frávísunartillagan var samþykkt með miklum meirihluta atkvæða sem þýddi að vantrauststillagan var ekki borin undir atkvæði. Að síðustu var lögð fram traustsyfirlýsing við stjórn og framkvæmdastjóra félagsins og var hún samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Framundan er mikil vinna við að endurheimta trúverðugleika félagsins sem brotið hefur á í umfjöllun undanfarinna vikna. Við munum líta í eigin barm í samstarfi við félagsmenn, rýna til gagns og bæta ferla og vinnulag. Til þess erum við reiðubúin öll sem eitt því við vitum að það er ávallt hægt að gera betur. Með vinssemd fh. stjórnar Ferðafélags Ísland, Sigrún Valbergsdóttir Forseti Ferðafélags Íslands

Stjórn Ferðafélags Íslands boðar til félagsfundar fimmtudaginn 27. október n.k. kl 20:00.

Stjórn Ferðafélags Íslands boðar til félagsfundar fimmtudaginn 27. október n.k. kl 20:00 á HILTON REYKJAVÍK NORDICA, Suðurlandsbraut 2. Dagskrá fundarins: 1. Staða Ferðafélags Íslands 2. Önnur mál Rétt til fundarsetu hefur allt skráð félagsfólk sem greitt hefur árgjald FÍ á árinu. Fundargestir eru beðnir að framvísa gildu félagsskírteini við inngang. Stjórn FÍ

Með fróðleik í fararnesti

Með fróðleik í fararnesti er samstarfsverkefni Ferðafélags Íslands og Háskóla Íslands. Þá er gengið undir merkjum Ferðafélags barnanna og á forsendum barnanna þar sem lögð á er áhersla á að njóta, skoða, hafa gaman og eiga góða samverustund með fjölskyldunni. Þann 15. október nk. verður síðasta fróðleiksferð ársins þar sem jarðfræðingar og líffræðingar úr Háskóla Íslands leiða för um Búrfellsgjá í Heiðmörk. Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir.

Örgöngur FÍ - Borgarganga úr Straumsvík

Ferðafélag Íslands hefur boðið upp á örgöngur undanfarin ár og hefur meðal annars verið gengið um Grafarholt, Breiðholt, Gróttu, Kópavog og Hafnarfjörð. Síðasta örganga ársins er nú framundan og ber nafnið Borgarganga úr Straumsvík og leiðir Jónatan Garðarsson för um Straumsvík, fer hjá tóftum Þýskubúðar, Jónsbúðar og Kolbeinskots að Óttarstöðum. Þátttaka í örgöngur FÍ er ókeypis og allir velkomnir.