Hringsjár við Drekagil og á Ytri-Súlu
14.11.2022
Ferðafélag Akureyrar (FFA) setti upp hringsjá við Drekagil austan Dyngjufjalla í september 2022. Hringsjáin var gjöf til FFA frá Ferðafélagi Íslands í tilefni af 80 ára afmæli FFA vorið 2016. Gönguleiðanefnd FFA sá um gerð og uppsetningu hringsjárinnar.