Ferðafélag Íslands leggur sig fram um að fylgja Covid reglum í öllu sínu starfi. Eftir að nýjar reglur voru kynntar sl. föstudag hefur skálasvæðum verið skipt upp í hólf og umferð og notkun á salerni, í eldhús og matsel stýrð eftir hópum og hólfum. Merkingar og spritt eiga að vera áberandi á öllum skálasvæðum og gestir eru minntir á að passa vel upp á persónubundnar sóttvarnir og tryggja fjarlægðarmörk eða að örðum kosti nota grímur.