Ferðaáætlun Ferðafélags Íslands er nú í fyrsta skipti gefin út eingöngu á rafrænu formi og eiga allir aðgang að henni á heimassíðu félagsins fi.is.
Þrjár aðalástæður eru fyrir þessu. Í fyrsta lagi hefur æ stærri hópur félagsmanna eingöngu nýtt sér áætlunina með nettengingu en slíkt má segja um lestur og margvíslega miðlun upplýsinga í seinni tíð s.s. í blaða- og bókaútgáfu, birtingu fréttabréfa, árskýrslu o.s.frv. Í öðru lagi vill Ferðafélagið leggja sitt af mörkum í umhverfismálum þ.á m. að draga úr pappírsnotkun sem óneitanlega er umtalsverð við prentun og útgáfu ferðaáætlunar í tugþúsunda tali. Í þriðja lagi sparast talsverð fjárupphæð með þessari dreifingaraðferð en félagið hefur leitað allra leiða til þess að draga úr rekstrarkostnaði vegna mikils tekjufalls svipað og aðrir rekstraraðilar ekki síst þeir sem starfa í ferðaþjónustu.