Fleiri konur í jöklafararstjórn hjá FÍ
18.03.2021
Nú nýlega luku nokkrir FÍ fararstjórar námskeiði sem heitir jöklar 1 og gefur réttindi til að leiða hópa í jöklagöngu. Það var sérstaklega ánægjulegt að þetta voru allt saman konur og bætast þær nú í hóp jöklafararstjóra félagsins.