Fréttir

Mikið úrval ferða í ferðaáætlun FÍ 2021

,,Sígildar ferðir og nýjar í bland, sumarleyfisferðir, dagsferðir, helgarferðir og skíðaferðir, lýðheilsuverkefni, fjallaverkefni og hreyfihópar, sem og Ferðafélag barnanna, FÍ Ung og deildaferðir. Það eiga allir að geta ferðir við sitt hæfi, " segir Sigrún Valbergsdóttir formaður ferðanefnda um nýútkomna Ferðaáætlun FÍ 2021.

Ferðaáætlun FÍ 2021

Ferðaáætlun FÍ 2021 birtist hér á heimasíðunni í dag og hefjast þá bókanir um leið. Ferðaáætlunin 2021 er óvenju glæsileg og hátt í tvöhundruð ferðir í áætluninni, allt frá gönguleiðum í byggð yfir á hæstu tinda. Sumarleyfisferðir, helgarferðir, dagsferðir, skíðaferðir, fjalla- og hreyfiverkefni sem og Ferðafélag barnanna og FÍ Ung og deildaferðir eru í áætluninni. Að venju eru bæði sígildar ferðir sem og nýjar ferðir og allir eiga að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Fjallaverkefni FÍ 2021 í sölu

Fjallaverkefni FÍ 2021 eru komin í sölu. Hægt er að bóka í fjallaverkefnin á hér á heimasíðu FÍ undir Ferðir / fjalla- og hreyfiverkefni og eða hringja eða senda á póst á skrifstofuna í síma 568 - 2533 eða fi@fi.is. FÍ Alla leið, FÍ léttfeti, fótfrár og þrautseigur, FÍ Göngur og gaman, FÍ Fyrsta skrefið, FÍ Göngur og jóga, FÍ Hjól og fjall, FÍ Fjallatindar og þannig mætti lengi telja. Allir eiga að finna eitthvað við sitt hæfi. Árið 2021 verður frábært ár til að ganga á fjöll.

Fjalla- og hreyfiverkefni FÍ 2021

Fjalla- og hreyfiverkefni FÍ 2021 verða kynnt á hér á heimasíðunni næstu daga og sala í verkefnin hefst þriðjudaginn 8. desember.

Fjallaspjallið með Vilborgu Örnu pólfara

Fjallaspjallið með Vilborgu Örnu pólfara er ný podcast þáttaröð sem Ferðafélag Íslands setur nú í loftið. Í fjallaspjallinu ræðir Vilborg Arna við fjallafólk, fararstjóra og fjallaleiðsögufólk sem segir frá ævintýrum á fjöllum, reynslu og upplifun.

Vilborg Arna og Tomasz Þór til liðs við Ferðafélagið

Ferðafélagi Íslands hefur borist góður liðstyrkur inn í fararstjórahóp félagsins því Vilborg Arna Gissurardóttir og Tomasz Þór Veruson eru gengin til liðs við félagið.

Dagskrá FÍ fjalla- og hreyfiverkefna frestað

Ferðafélag Íslands frestar dagskrá fjalla- og hreyfiverkefna félagsins. Um leið er skipt yfir í heimaverkefni, einstaklingsgöngur í nærumhverfi, þrautir, leiki og félagslegan stuðning á samfélagsmiðlum verkefna. Ferðafélag Íslands minnir á almannavarnagöngur FÍ sem félagið fór af stað með sl. vor.

Sumargjöf stjórnvalda

Fjölmargir eiga eftir að nýta sér sumargjöf stjórnvalda sem var fimm þúsund króna gjafabréf. Þeir sem eiga eftir að nýta sér sumargjöfina geta nú tvöfaldað hana með því að kaupa gjafabréf hjá Ferðafélagi Íslands fyrir sumargjöfina ( kr. 5000 ) sem verður að verðmæti kr. 10.000 og nýtist til kaupa á ferðum, bókum eða gistingu hjá FÍ. Ferðaáætlun FÍ 2021 birtist á heimasíðu félagsins 8. desember nk og verður stútfull af skemmtilegum, spennandi ferðum og fjallaverkefnum af öllu tagi.

Jólabókapakkar FÍ - fræðslurit og árbækur

Ferðafélag Íslands stendur fyrir útgáfu fræðslu- og gönguleiðarita og handbóka ár hvert. Þessi rit benda gjarnan á leiðir sem ekki eru á allra vitorði og leiða göngumenn þannig á nýjar slóðir. Einnig gera þau gönguferðirnar ánægjulegri og eftirminnilegri þar sem fróðleikurinn skapar skemmtilegar tengingar við atburði og sögur úr fortíðinni.

Opnunartími skrifstofu FÍ

Skrifstofa Ferðafélags Íslands er nú opinn 10 - 17 alla virka daga nema á föstudögum er opið til kl. 16.00.