Fréttir

"Það vantar spýtur og það vantar sög..."

Víða eru framkvæmdir í gangi við skála Ferðafélagsins til þess að undirbúa sumarið.

Allt um pöddur í Elliðaárdal

Vegna tilslakana á covid hefst verkefnið: Með fróðleik í fararnesti á ný. Þetta er samstarf Háskóla Íslands og Ferðafélags barnanna og fyrsti viðburðurinn er í Elliðaárdal miðvikudaginn 9. júní kl. 18.

Aðalfundur FÍ

Verður haldinn þriðjudaginn 8. júní kl. 20 í sal félagsins Mörkinni 6.

Nýsköpunarganga í þágu þróunar í fiskvinnslu og útgerðar

Fyrirhuguð er ganga 29. maí sem helguð er nýsköpun í fiskvinnslu og útgerð um gömlu höfnina í Reykjavík.

Hvítasunna á hátindum

Um næstu helgi mun mikill fjöldi fólks ganga á hæstu tinda landsins á vegum Ferðafélags Íslands.

Morgungöngur hefjast á mánudag

Hinar árlegu morgungöngur Ferðafélags Íslands hefjast á mánudag kl. 06.00.

Árbók FÍ 2021 komin út

Viðfangsefni árbókar 2021 er gönguleiðin frá Landmannalaugum til Þórsmerkur og áfram suður yfir Fimmvörðuháls ásamt aðliggjandi svæðum.

Ferðakynningar standa yfir

Kynningarfundir fyrir ferðir sumarsins eru að hefjast.

Hvaða aðferðir henta þér til að minnka kolefnissporið

Ókeypis námskeið fyrir félaga í Ferðafélagi Íslands. Loftslagsvernd í verki, glænýtt 6 – 8 vikna námskeið á vegum Landverndar, ætlað einstaklingum sem vilja prófa sig áfram og leggja sitt af mörkum í þágu loftslagsins. Námskeiðið er valdeflandi ferli sem miðar að því að styðja þátttakendur til að finna eigin leiðir til að draga úr kolefnissporinu. Námskeiðið er unnið í litlum hópum og með gagnvirkri þátttöku í Vefskóla Landverndar. Námskeiðið býðst endurgjaldslaust fyrir þig kæri félagi í Ferðafélagi Íslands, sama hvar þú ert á landinu.

Eldri og heldri af stað á ný

Skipulagðar göngur fyrir eldri og heldri félaga FÍ hefjast á ný þann 19. apríl nk. undir stjórn Ólafar Sigurðardóttur.