Ferðafélag Íslands stendur fyrir fjölda námskeiða í vetur og vor þar sem markmiðið er að ferðafélagar og útivistarfólk geti bætt við þekkingu sína og færni þegar kemur að fjallamennsku og gönguferðum um landið. Á meðal námskeiða sem eru framundan eru: ferðast á gönguskíðum, snjóflóðanámskeið, vetrarfjallamennska, fjallaskíðanámskeið fyrir byrjendur, með allt á bakinu, ferðamennska og rötun, gps námskeið, skyndihjálp og óhöpp í óbyggðum, vaðnámskeið / straumvötn.