Fréttir

Umfangsmikið og fjölbreytt starf

Sigrún Valbergsdóttir varaforseti FÍ flutti skýrslu stjórnar á aðalfundi félagsins þann 16 mars sl. Sigrún kom víða við í ræðu sinni og fór yfir umfangsmikið og fjölbreytt starf félagsins. Meðal annars fór hún yfir ferðir, fjalla- og hreyfiverkefni félagsins en þegar mest var voru um 25 fjalla- og hreyfiverkefni í gangi á sl. ári. Þá greindi hún frá starfi Ferðafélags barnanna og samstarfsverkefnum,

Fjölbreytt námskeið í boði

Ferðafélag Íslands stendur fyrir fjölda námskeiða sem miða öll að því að auka þekkingu og færni fjallafólks. Má þar nefna gps námskeið, snjóflóðanámskeið, fjallamennsku I ogII, námskeið í skyndihjálp, fjallaskíðanámskeið, þverun straumvatna, skyndihjálp í óbyggðum, jöklabroddanámskeið og fjölmörg önnur. Ferðafélagsfólk og fjallafólk er hvatt til að kynna sér námskeiðin sem eru í boði og skrá sig og bæta við þekkingu sína og færni.

Ólöf Kristín Sívertsen nýr forseti FÍ

Ólöf Kristín Sívertsen lýðheilsufræðingur og kennari var kjörin nýr forseti Ferðafélags Íslands á fjölmennum aðalfundi þess sem haldinn var í gærkvöldi. Nýir fulltrúar í stjórn FÍ eru þær Salvör Nordal og Elín Björk Jónasdóttir.

Aðalfundur Ferðafélags Íslands

Aðalfundur Ferðafélags Íslands verður haldinn fimmtudaginn 16. mars kl 20 í sal FÍ Mörkinni 6. Hefðbundin aðalfundarstörf Stjórnin.

Fundur um ferðafrelsi með ábyrgð

Ferðafélag Íslands og Landvernd standa saman að fundi fimmtudaginn 16 febrúar. Þar verður fjallað um ferðafrelsi og ábyrgðina sem því fylgir.

Fjallaverkefni FÍ

Nú er orðið fullbókað í fjölmörg fjallavekefni FÍ, FI Alla leið, FÍ Fótfrá, FÍ Léttfeta og FÍ Þraustseigan. Enn eru laus pláss í FÍ Fyrsta skrefið og FÍ Kvennakraft. Sjá nánar um öll fjallaverkefni FÍ hér

Gleðileg jól og gott farsælt komandi ár

Ferðafélag Íslands sendir félagsmönnum og landsmönnum öllum bestu óskir um gleðileg jól og gott farsælt komandi ár.

Fjallaverkefni FÍ 2023

Ferðafélag Íslands býður upp á fjölmörg fjallaverkefni og útivistarhópa sem snúast um reglulegar fjallgöngur, heilsubót og góðan félagsskap. Meginmarkmið þessara hópa er útivera, náttúruupplifun, gleði og góður félagsskapur. Eins og í öllum ferðum Ferðafélags Íslands er mikil áhersla lögð á fræðslu og öryggi á fjöllum. Flest verkefnin hefjast í upphafi árs og standa ýmist í nokkra mánuði, hálft ár eða heilt ár. Fjallaverkefni FÍ 2023 eru komin í kynningu hér á heimasíðunni og bókanir hafnar.

Gjáfabréf FÍ - ávísun að ævintýri, upplifun og bættri heilsu

Gjafabréf Ferðafélags Íslands er tilvalin jólagjöf ferðafélaga og er í senn ávísun að ævintýri, upplifun, góðum félagsskap og bættri heilsu.

Afmælisganga Ferðafélags Íslands - sunnudagur 27. nóvember

Ferðafélag Íslands stendur fyrir afmælisgöngu sunnudaginn 27. nóvember í tilefni af 95 ára afmælis félagsins. Gengið verður á Stóra - Hrút í Geldingadölum. Gangan hefst kl. 10 að morgni frá bílastæðum norðan Íslólfsskála. Sérsakur gestur í göngunni verður Kristín Jónsdóttir, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofu Íslands sem fræðir þátttakendur um jarðfræði svæðisins. Þátttaka er ókeypis - öll velkomin. Mætið vel útbúin til gönguferðar, í útivistarfatnaði og í góðum skóm, með bakpoka og nesti til göngunnar.