Hrönn Vilhjálmsdóttir ný í stjórn FÍ
21.03.2024
Aðalfundur Ferðafélags Íslands var haldinn í gærkvöldi í sal FÍ Mörkinni 6. Ólöf Kristín Sívertsen forseti FÍ flutti skýrlsu stjórnar og Bjarnhildur Hrönn Níelsdóttir fjármálastjóri kynnti ársreikning félagsins. Rekstur félagsins árið 2023 var mjög traustur og var rekstrarafangur sem nemur 12 mrk. Ársreikningur var samþykktur samhljóða af fundargestum. Hrönn Vilhjálmsdóttir var kjörin í stjórn félagsins til næstu þriggja ára. Hrönn hefur starfað lengi með FÍ og sérstaklega Ferðafélagi barnanna þar sem hún leiðir starfið með manni sínum Herði Harðarsyni. Stjórn félagsins er nú skipuð þannig að Ólöf Krístín Sívertsen er forseti og Sigrún Valbergsdóttir varaforseti og auk þeirra eru Salvör Nordal, Elín Björg Jónasdóttir, Hrönn Vilhjálmsdóttir, Sigurður Ragnarsson, Tómas Guðbjartsson, Gísli Már Gíslason og Gestur Pétursson.