Fréttir

Árbók FÍ 2024 - Sunnan Vatnajökuls - Frá Núpsstað til Suðursveitar

Árbók Ferðafélags Íslands kemur nú út 97. árið í röð. Titill bókarinnar er Sunnan Vatnajökuls – Frá Núpsstað til Suðursveitar. Í henni er fjallað um svæði sem markast af Djúpá í Fljótshverfi í vestri, vatnaskilum Vatnajökuls í norðri, Steinadal í Suðursveit í austri og strandlengjunni í suðri. Höfundar eru Hjörleifur Guttormsson náttúrufræðingur, Snævarr Guðmundsson náttúrulandfræðingur og Oddur Sigurðsson jarðfræðingur. Langflestar ljósmyndir í bókinni eru eftir höfundana þrjá og Snævarr annaðist jafnframt gerð uppdrátta og skýringarmynda.

Brosmildi formaður byggingarnefndar ætlar að byggja á Laugaveginum

„Fyrstur í röðinni á Laugaveginum í framkvæmdum er Skagfjörðsskáli í Langadal í Þórsmörk,“ segir Sigurður Ragnarsson formaður byggingarnefndar FÍ . „Eftir mikla umræðu innan félagsins var ákveðið að reisa nýjan skála á stað þess gamla sem reistur var 1954. Nýi skálinn á að vera í sömu mynd og sá gamli að utan en að innan eru gerðar fáeinar breytingar til úrbóta í ljósi áratuga reynslu af rekstri skálans. Staðan á málinu er sú að lokið hefur verið við hönnun skálans eftir að bygginganefndarteikningar hans voru lagðar inn í upphafi árs 2023. Næstu skref eru að vinna í fjármögnun og velja hvaða leið verði valin við framkvæmdina. Við vonumst til að nýr skáli taki við af þeim gamla formlega vorið 2026.“

Söngelskir tvíburar slá taktinn með hamarshöggum


Skálaverðir mættir til starfa í Langadal

Skálaverðir eru mættir til starfa í Langadal, í Skagfjörðsskála Ferðafélags Íslands. Langidalur er öllu jafnan fyrsti skáli FÍ sem opnar að vori en síðan mæta skálaverðir í aðra skála eftir því sem líður á júní mánuð og eftir því sem Vegagerð opnar fyrir umferð inn á hálendið. Hjónin Begga og Gísli eru mætt í Langadal og taka nú til hendinni varðandi vorverk og opnun skálans.

Fjallaskíðaferð á Hvannadalshnúk

Ísland er vettvangur endalausra ævintýra fyrir þá sem vilja ferðast fyrir eigin afli og njóta fjalladýrðar og náttúru sem við erum svo rík af. Möguleikar til að stunda útivist á fjöllum eru fjölmargir. Fjallgöngur, fjallahlaup, sleðaferðir, jeppaferðir, hestaferðir, gönguskíði og þannig mætti lengi telja. Fjallaskíðun er ein tegund af útivist og hefur notið sífellt meiri vinsælda á síðustu árum. Fjallaskíðaferðir Ferðafélags Íslands hafa á síðustu árum notið mikilla vinsælda.

Skýrsla stjórnar FI 2023

Ólöf Kristín Sívertsen forseti FÍ flutti skýrlsu sjórnar á aðalfundi félagsins sem haldinn var í gær í sal félagsins Mörkinni 6. Útgáfa Ferðaáætlunar markar ávallt upphafið að nýju starfsári félagsins. Ferðaáætlun 2023 kom út í byrjun desember 2022 og birtist með stafrænum hætti á heimasíðu og samfélagsmiðlum félagsins. Lögð er aukin áhersla á stafræna útgáfu og var ferðaáætlunin því eingöngu gefin út í netútgáfu. Slíkt hefur margvíslega kosti, bæði m.t.t. umhverfisverndar og rekstrar. Að auki gefur stafræn útgáfa möguleika á meiri sveigjanleika, t.d. með nýjum ferðum með styttri fyrirvara. Viðtökur hafa verið afar góðar við þessum áherslubreytingum. Langflest félagsfólk nýtir sér tæknina og skoðar áætlunina á netinu. Ferðaáætlunin var þó einnig aðgengileg til niðurhals í prentvænni útgáfu á heimsíðunni fyrir þá sem vildu prenta hana og eiga heima.

Umræðufundur og samtal um skálauppbyggingu FÍ á fjöllum

Ferðafélag Íslands stendur fyrir umræðu- og hugmyndafundi um framtíðarsýn á skálauppbyggingu í Risinu, Mörkinni 6, kl. 20 þriðjudaginn 30. apríl. Nú stendur yfir undirbúningsvinna fyrir endurbyggingu á nýjum Skagfjörðsskála og er allri hönnunarvinnu að ljúka og leyfismál eru í umsóknarferli.  Fraumundan eru  einnig endurnýjun á skálum félagsins við Álftavatn og í Botna í Emstrum 2026 og 2027.  Fyrir nokkrum árum leitaði til okkar teymi hönnuða sem að eigin frumkvæði vinnur að hugmyndum að framtíðar fjallaskála í óbyggðum Íslands. Fulltrúar þeirra verða með okkur á fundinum og taka þátt í umræðunum. Í dag eiga Ferðafélag Íslands og deildir þess yfir 40 fjallaskála á hálendinu og í óbyggðum,  hver á  þáttur FÍ eigi að vera í innviðauppbyggingu á hálendinu  og hvar ykkur finnst tækifæri félagsins liggja. FÍ vill eiga samtal við félagsmenn og aðra notendur skálana um þeirra upplifun og sýn í tengslum við hönnun nýrra skála. Seinni hluti fundarins verður á formi stuttrar vinnustofu með hópavinnu.Í framhaldi af fundinum verða senda út skoðanakannanir til félaga varðandi lykilatriði í skálauppbyggingu og hönnun þeirra. 

Fróðleikur og fuglaskoðun í Grafarvogi

Fuglar heilla okkur menninna flesta svo sannarlega og ekki síst hér á landi þar sem farfuglarnir boða hreinlega vorið og sumarkomuna. Allt í einu lifnar allt við í mónum með söng og fjörurnar fyllast af kvakandi fuglum sem eru komnir hingað heim til að undirbúa varp.

Gleðilega páskahátíð

Ferðafélag Íslands sendir félagsfólki öllu bestu óskir um gleðilega páska og minnir á nú er tilvalið að fara út að ganga í sínu nærumhverfi og eða til fjalla. Munið bara, verið útbúin og kynnið ykkur veðurspá og aðstæður áður en lagt er af stað.

FÍ Unglingaferðir

Ferðafélag Íslands ásamt Ferðafélagi barnanna ætlar að bjóða uppá göngur fyrir unglinga frá aldrinum 13 ára og eldri, þar sem áhersla er á að njóta útiverunnar á meðan gengið er í félagsskap annarra unglinga.