Fréttir

FÍ og Hvammsvík taka höndum saman

Ferðafélag Íslands og Hvammsvík hafa tekið saman höndum og munu vinna saman að því að efla og styrkja útivistarsvæði í nærumhverfi s, í Hvalfirði og Kjós.  Um leið njóta félagar í FÍ bestu kjara í sjóböðunum í Hvammsvík.  Ólöf Kristín Sívertsen forseti ferðafélagsins er mjög ánægð með samstarfsssamninginn.  ,, Við hlökkum mikið til að vinna með Hvammsvík að því að styrkja útivist í Hvalfirði og Kjós og um leið að geta gert sjóböðin í Hvammsvík að áfangastað í ferðum okkar á svæðinu," segir Ólöf.

Framkvæmdir FÍ við endurbyggingu sæluhúss á Mosfellsheiði ganga vel

Ferðafélag Íslands hefur undanfarin misseri unnið að endurbyggingu á sæluhúsi austarlega á Mosfellsheiði. Það var upphaflega reist um 1890 við nýjan veg til Þingvalla sem gengur núna undir nafninu Gamli Þingvallavegurinn. Húsið var byggt úr tilhöggnu grágrýti, það var 7x4 m að flatarmáli og veggir 1,80 m á hæð. Á því var risþak, sennilega klætt með bárujárni og útidyr voru á langvegg.

Hraun og haustlitir í Búrfellsgjá á laugardag

Ef þú hefur áhuga á að njóta haustlitanna í einni aðgengilegustu eldstöðinni í nágrenni höfuðborgarinnar þá er tækifærið núna um helgina. Núna á laugardag, þann 28. september, stendur Háskóli Íslands nefnilega fyrir fróðleiksgöngu um Búrfellsgjá í samvinnu við Ferðafélag barnanna, anga innan Ferðafélags Íslands. Gangan er helguð fróðleik um fjölmargt sem ber fyrir augu.

Lokun skála á Laugaveginum


FÍ vísar veginn

Ferðafélag Íslands hefur á undanförnum árum sett upp upplýsingaskilti og vegvísa á fjölförnum vinsælum gönguleiðum. Upplýsingaskilti hafa meðal annars verið sett upp við skála FÍ á Laugaveginum og Fimmvörðuhálsi, sem og við upphafsstaði göngu á Esjunni, Vífilsfelli, Öræfajökli og á jökulshálsi Snæfellsjökuls. Vegvísar hafa verið settir upp á Laugavegi, Fimmvörðuhálsi, Kjalvegi hinum forna, alls yfir 40 vegvísar á þessum gönguleiðum.

Heilnæm útivist og fræðsla í samvinnu FÍ og Krabbameinsfélagsins

Síðastliðinn vetur hófst samstarfsverkefni Ferðafélags Íslands og Krabbameinsfélagsins sem fólst í því að bjóða upp á reglulegar gönguferðir fyrir skjólstæðinga Krabbameinsfélagsins. Mikil ánæjga var með þetta verkefni og er því nú áfram haldið.

Hreint vatn í vatnsbólum á skálasvæðum FÍ á Laugaveginum

Fyrir nokkru síðan komu upp veikindi á Laugaveginum þar sem grunur var um að mætti rekja til mengunar í vatnsbólum. Nú hafa borist niðurstöður úr sýnatökum úr vatnsbólum á skálasvæðum FÍ á Laugaveginum. Niðurstöður staðfesta að vatnið stenst kröfur heilbrigðisyfirvalda, í Landmannalaugum, í Álftavatni, í Hvanngili og í Emstrum. Í Hrafntinnuskeri greindust coli gerlar í vatni, sem eru ekki e coli gerlar og ekki alvarlegs eðlis. Unnið er að því að tryggja að yfirborðsvatn komist ekki í vatnsbrunn í Hrafntinnuskeri. Á sama tíma hafa aðgerðir FÍ og ferðaþjónustuaðila á svæðinu gengið vel og engin veikindi greinst síðustu daga og hafa í hlutfalli af fjölda göngufólks á svæðinu verið lítil. Áfram hefur verið unnið með aukin þrif og sóttvarnir, m.a. þrif með klórblöndum og lögð áhersla á persónubundnar sóttvarnir, þrífa hendur vel og spritta, þrífa alla snertifleti og ekki síst mataráhöld og borðbúnað, með heitu vatni og sápu fyrir og eftir notkun.

Ávarp Hjörleifs Guttormssonar á útgáfufagnaði Ferðafélags Íslands 27. ágúst 2024

Kæru samfélagar í Ferðafélagi Íslands. Ég vil nota þetta tækifæri til að þakka Ferðafélagi Íslands, starfsmönnum þess...

Á toppi Matterhorns

Síðustu helgi klifu Tómas Guðbjartsson og Matthías Sigurðsson 4478 metra háan tind Matterhorns.

FÍ fagnar Þórsmerkurþjóðgarði

Ferðafé­lag Íslands fagn­ar því að um­hverf­is­ráðuneytið íhugi að stofna þjóðgarð í Þórs­mörk og ná­grenni.