Árbók FÍ 2024 - Sunnan Vatnajökuls - Frá Núpsstað til Suðursveitar
22.06.2024
Árbók Ferðafélags Íslands kemur nú út 97. árið í röð. Titill bókarinnar er Sunnan Vatnajökuls – Frá Núpsstað til Suðursveitar. Í henni er fjallað um svæði sem markast af Djúpá í Fljótshverfi í vestri, vatnaskilum Vatnajökuls í norðri, Steinadal í Suðursveit í austri og strandlengjunni í suðri. Höfundar eru Hjörleifur Guttormsson náttúrufræðingur, Snævarr Guðmundsson náttúrulandfræðingur og Oddur Sigurðsson jarðfræðingur. Langflestar ljósmyndir í bókinni eru eftir höfundana þrjá og Snævarr annaðist jafnframt gerð uppdrátta og skýringarmynda.