FÍ og Hvammsvík taka höndum saman
26.09.2024
Ferðafélag Íslands og Hvammsvík hafa tekið saman höndum og munu vinna saman að því að efla og styrkja útivistarsvæði í nærumhverfi s, í Hvalfirði og Kjós. Um leið njóta félagar í FÍ bestu kjara í sjóböðunum í Hvammsvík. Ólöf Kristín Sívertsen forseti ferðafélagsins er mjög ánægð með samstarfsssamninginn. ,, Við hlökkum mikið til að vinna með Hvammsvík að því að styrkja útivist í Hvalfirði og Kjós og um leið að geta gert sjóböðin í Hvammsvík að áfangastað í ferðum okkar á svæðinu," segir Ólöf.