Hellingur af spennandi nýjum ferðum í bland við gamla slagara
05.12.2024
Ferðaáætlun Ferðafélags Íslands 2025 hefur nú litið dagsins ljós. Ferðaáætlunin er kynnt hér á heimasíðu félagsins. Tómas Guðbjartsson formaður ferðanefndar segir að það sé alltaf hátíðarstemming þegar ferðaáæltunin kemur út. ,, ferðanefndin er búin að vinna frábært starf síðan í lok sumars ásamt skrifstofu og gaman að kynna fjölbreytta ferðaáætlun sem að þessu sinni er óvenju vegleg og mikið af ferðum í boði, " segir Tómas