Mæðgurnar Helga Sveinbjarnardóttir 75 ára og dóttir hennar Laufey Jakobsdóttir gerðu sér lítið fyrir og gengu á 9 tinda Tindfjalla með Ferðafélagi Íslands, þar sem Hjalti Björnsson leiddi för. Helgu hafði alltaf dreymt um að ganga um í Tindfjöllum og þegar nálgaðist 75 ára afmæli hennar þá ákvað Laufey að gefa móður sinni þessa ferð í afmælisgjöf, 9 tinda Tindfjalla með FÍ.
Helga hefur alla tíð verið létt á fæti, gengið mikið og verið dugleg að synda en ekki með mikla reynslu af fjallgöngum. Þrátt fyrir það gekk Helga á alla 9 tindana með seigluna og löngunina til að lára alla tindana, sem tókst...