Lög FÍ
Í lögum FÍ er kveðið á um að félagið sé áhugamannafélag og fjallað um tilgang og markmiðið með stofnun þess.
Hér má nálgast lög FÍ á pdf skjali
Markmið FÍ
Í lögum Ferðafélags Íslands er skýrt kveðið á um að markmið félagsins sé að hvetja til ferðalaga um Ísland og greiða fyrir þeim. Jafnframt að vekja áhuga Íslendinga á landinu sínu, náttúru þess og sögu og efla vitund þeirra um nauðsyn varfærni í samskiptum manns og náttúru, góða umgengni og vernd náttúrunnar.
Sjá Umhverfisstefnu FÍ.
Markmiðum sínum nær félagið aðallega með því að leggja áherslu á fjóra þætti starfseminnar:
-
Ferðaáætlun
Á hverju ári gefur Ferðafélagið út ítarlega ferðaáætlun, þar sem í boði eru margvíslegar styttri sem lengri ferðir um náttúru landsins.
-
Ferðaskálar
FÍ hefur byggt upp ferðaskála og þjónustu við ferðamenn í óbyggðum landsins. Alls rekur Ferðafélagið og deildir þess 40 ferðaskála sem standa öllum landsmönnum opnir gegn vægu gjaldi.
-
Útgáfustarf og upplýsingagjöf
Á hverju ári er gefin út árbók sem fjallar með ítarlegum hætti um afmörkuð svæði á Íslandi, gefur góðar ferðaupplýsingar og veitir innsýn í sögu og þjóðlegan fróðleik. Ferðafélagið gefur einnig út ýmis konar smárit og handbækur ár hvert og styður við merkingu gönguleiða í óbyggðum.
-
Félagslíf
Ferðafélagið stendur meðal annars fyrir mynda- og fræðslukvöldum, fyrirlestrum og margs konar námskeiðum sem koma ferðafólki til góða.