Náttúra Íslands í blíðu og stríðu
02.12.2021
Náttúra Íslands er um margt einstök og landslagið fjölbreytt og óvenjulegt. Ástæður þess eru einkum sérstakt samspil jökla og eldvirkni enda er landið eitt það eldvirkasta á Jörðinni. Sérstaða landsins stafar einnig af því að hér er strjálbýlt og að á stórum hluta landsins hefur aldrei verið varanleg búseta. Það á ekki síst við um miðhálendið þar sem mannvirki eru bæði fá og dreifð og er þar að finna mestu víðerni landsins. Þrátt fyrir að náttúran sé hrikaleg, villt og óhamin þá skapar hún stóran og skemmtilegan leikvöll sem sífellt fleiri landsmenn nota til útivistar og erlendir ferðamenn ferðast langar leiðir til að upplifa og skoða.