Fjölbreytt námskeið hjá FÍ

Það er mikilvægt fyrir alla sem stunda fjallamennsku að stöðugt að bæta þekkingu sína og færni í fjallamennsku.  Það er best gert með því að taka þátt í námskeiðum, fjallaverkefnum og læra af reynslumeira fjallafólki.
Það er mikilvægt fyrir alla sem stunda fjallamennsku að stöðugt að bæta þekkingu sína og færni í fjallamennsku. Það er best gert með því að taka þátt í námskeiðum, fjallaverkefnum og læra af reynslumeira fjallafólki.
Ferðafélag Íslands stendur fyrir fjölda námskeiða í vetur og vor þar sem markmiðið er að ferðafélagar og útivistarfólk geti bætt við þekkingu sína og færni þegar kemur að fjallamennsku og gönguferðum um landið.
 
Á meðal námskeiða sem eru framundan eru: ferðast á gönguskíðum, snjóflóðanámskeið, vetrarfjallamennska, fjallaskíðanámskeið fyrir byrjendur, með allt á bakinu, ferðamennska og rötun, gps námskeið, skyndihjálp og óhöpp í óbyggðum, vaðnámskeið / straumvötn.
 
Þá stendur félagið fyrir námskeiði þar sem kennt er notkun ísbrodda, göngu í öryggislínu og ísaxarbremsa æfð.
Að lokum má nefna grjóthleðslunámskeið sem haldið er í sumar og er upplagt fyrir líklega sjálfboðaliða á vegum félagsins sem gætu tekið þátt í skemmtilegum verkefnum á fjöllum.
 
Öll námskeið FÍ má finna hér á heimasíðunni, undir ferðir - námskeið.