Okkur bárust þessar myndir frá helginni úr Hrafntinnuskeri en eins og sjá má þá er þar enginn skortur á snjó.
Halldór Hafdal Halldórsson, eða Dóri okkar, var sjálfur í Landmannalaugum fyrir stuttu og segist ekki hafa séð svona mikinn snjó í þau 20 ár sem hann hefur verið á svæðinu. Þetta sé mun meiri snjór en venjulega. Þetta séu kjöraðstæður fyrir fólk á ferðaskíðum þótt hver fari kannski að verða síðastur.
Aðspurður hvort þetta komi til með að hafa áhrif á fyrstu Laugavegsfarana í lok júní þá hefur hann engar áhyggjur af því. Snjórinn bráðni fljótt þótt ugglaust verði snjór í giljum fram eftir sumri en það sé nú bara gaman og einfaldi í raun leiðina.