Karfan er tóm.
Árbók FÍ 2008 fjallar um fjölbreytt og áhugavert svæði hvað varðar náttúrufar og möguleika til útivistar. Þetta er Úthérað ásamt Borgarfirði eystra, Víkum og Loðmundarfirði, þar sem Þar skiptast á eyðibyggðir í hrikalegri umgjörð og nærliggjandi svæði með byggð í blóma.
Loðmundarfjörður og Víkur eiga sér langa og merkilega byggðarsögu sem náði fram yfir miðja síðustu öld. Nú njóta þessir staðir með sitt einstaka náttúrufar mikilla vinsælda meðal útivistarfólks. Sama má segja um Borgarfjörð eystra með sinni margrómuðu umgjörð.
Bókarhöfundi, Hjörleifi Guttormssyni, náttúrufræðingi, tekst á sinn einstaka hátt að leiða lesandann um landið og flétta á skemmtilegan hátt saman sögu og lýsingu á náttúrufari og mannlífi. Frá Borgarfirði liggur leiðin til Egilsstaða þaðan sem lagt er upp í ferð um byggðir Úthéraðs: Eiðaþinghá, Hjaltastaðaþinghá, Fell, Hróarstungu og Jökulsárhlíð allt út á Standandanes norðan Héraðsflóa.
Þetta söguríka svæði býr yfir mikilli náttúrufegurð og fjölbreyttu gróðurfari og dýralífi sem endurspeglast vel í fjölmörgum myndum og uppdráttum. Myndir tók höfundur en landfræðikortin gerði Guðmundur Ó. Ingvarsson.