FÍ og Dalakofinn taka höndum saman
01.12.2024
Ferðafélag Íslands og Dalakofinn hafa tekið höndum saman og verða bókanir í Dalakofann fyrir árið 2025 í gegnum skrifstofu FÍ. Um leið er unnið að nánara samstarfi þar sem FÍ mun koma að uppbyggingu á aðstöðu í Dalakofanum. Ólöf Krístín Sívertsen forseti FÍ er mjög ánægð með samstarfið. ,, Við sjáum mikil tækifæri í ferðum og kynningu inn á þetta stórbrotna svæði og höfum verið að kynna það, meðal annars í nýlegum árbókum félagsins og eins með kynningarferðum sem hafa notið mikilla vinsælda. Það er búið að vinna virkilega mikið og gott starf í uppbyggingu skálans og ánægjulegt að geta lagt þeirri vinnu lið.
Bókanir í Dalakofann fara nú fram í gegnum skrifstofu FÍ, s. 5682533 eða með tölvupósti á fi@fi.is
Á myndinni eru Ólöf Kristín Sívertsen forseti FÍ og Gústav Stolzenwald fyrir hönd eigenda Dalakofans, að handsala samkomulagið