Bókakynning í Gunnnarshúsi, fimmtudaginn 10. október

Bókakynning í Gunnarshúsi, Dyngjuvegi 8, Reykjavík, fimmtudaginn 10. október kl 1719

Bókaútgáfan Skrudda ehf og Ferðafélag Íslands kynna þar tvö nýlega útkomin rit.

 

Til kynningar verða:

1. Í spor Sigurðar Gunnarssonar (1812-1878), 2ja binda verk sem Hjörleifur Guttormsson er höfundur að. Við bókina aðstoðuðu jafnframt Mörður Árnason og Þorsteinn G. Þórhallsson. Útgefandi er Skrudda ehf og mun Steingrímur Steinþórsson greina frá ritinu, en síðan segir Hjörleifur frá fjölþættu ævistarfi Sigurðar, bakgrunni verksins og tengslum við þjóðarsögu 19. aldar.

2. Sunnan Vatnajökuls. Frá Núpsstað til Suðursveitar. Árbók Ferðafélags Íslands 2024. Höfundar eru þrír: Hjörleifur Guttormssson, Snævarr Guðmundsson og Oddur Sigurðsson. Gísli Már Gíslason prófessor, formaður ritnefndar árbókar og höfundar segja frá vinnu að henni. Gefið verður jafnframt yfirlit um eldri árbækur um austanvert landið frá hendi Hjörleifs og fleiri, þar á meðal árbók um Fljótsdalshérað eftir Gunnar Gunnarsson skáld sem út kom 1944, þ.e. fyrir 80 árum.

Bæði ritin verða til sölu á staðnum á hagstæðu verði.

Allir velkomnir.