Bókin Gönguleiðir við Hornafjörð er 22. titill í ritröð Ferðafélags Íslands. Höfundur texta er Rannveig Einarsdóttir fyrrverandi formaður Ferðafélags A - Skaftefllinga. Umhverfi Hornafjarðar býður upp á margar skemmtilegar gönguleiðir. Svæðið sem fjallað er um er aðgengilegt og kemur á óvart hve margar mismunandi leiðir er þar að finna. Í ritinu eru 27 leiðir, sem eru miskrefjandi og margar þeirra færar allt árið. Bókin er skrifuð með það að leiðarljósi, að fólk sem ekki hefur verið að stunda hreyfingu úti stígi út fyrir þægindarammann og drífi sig út. Það er von Ferðafélags Íslands að ritið verði góður ferðafélagi í átt að meiri hreyfingu, útiveru og betri lífsgæðum.