Strandastuð 2023
Sumarið 2023 verður viðburðaríkt hjá Ferðafélagi Íslands á Valgeirsstöðum.
Skipulagðir hafa verið fjórir viðburðir í Fjárhúsinu á Valgeirsstöðum þar sem hagyrðingar, sögumenn og tónlistarmenn úr ´´ymsum áttum leggja fram krafta sína.
Ferðafélag Íslands býður upp á gönguferðir á fjöllin í kringum Norðurfjörð í tengslum við viðburðina.
Ljóðið í Fjárhúsinu
Helgina 16. - 18. júní. Mun breski Þjóðlagasöngvarinn Chris Foster ásamt Báru Grímsdóttur kvæðakonu stíga á svið. Drangamenn segja sögur og gengið verður á fjallið Glissu. Hægt er að skrá sig: Hér
Hafið og fjöllin
Helgina 22. - 25. júní. Mun tonlistarmaðurinn og söngvarinn Helgi Björns stíga á svið og stjórna kvöldvöku. Gengið verður á Glissu og Urðartind.
Hægt er að skrá sig: Hér
Örkin í sumar og sól
Helgina 14. - 16. júlí. Mun hljómsveitin Góss mæta í fjárhúsið og vera með kvöldvöku. Gengið verður á Örkina.
Hægt er að skrá sig: Hér
Stingum af á strandir
Helgina 11. - 14. ágúst. Mun Mugison mæta í annað sinn. Hann hélt tónleika sumarið 2017 og fyllti þá Fjárhúsið. Fjall helgarinnar er Urðartindur.
Hægt er að skrá sig: Hér
Gestir greiða sjálfir fyrir miða við dyrnar. Miðaverð á hvern viðburð er 4100kr.
Athugið að í öllum tilvikum þarf fólk að panta sér gistingu sjálft.
Hægt er að bóka gistingu á Valgeirsstöðum á ströndum með því að senda póst á fi@fi.is