Hringferð um Gjögraskaga

Bókaútgáfan Hólar var að gefa út bókina HRINGFERÐ UM GJÖGRASKAGA, eftir Björn Ingólfsson á Grenivík.

Hér er á ferðinni traustur og skemmtilegur leiðarvísir gönguleiðarinnar um Fjörður og Látraströnd á Gjögraskaga. Til viðbótar við ljóslifandi, beinharða leiðarlýsingu þá er bókin hafsjór af fróðleik bæði frá fyrri tíð og eins hvað varðar staðhætti og örnefni. Bókin er prýdd fjölda ljósmynda auk landakorta og gps-hnita á þýðingarmiklum stöðum. Til að öllum henti þá er gönguleiðinni lýst bæði réttsælis og rangsælis.

Verð bókarinnar hjá útgefanda er kr. 6.680-, en félögum í Ferðafélagi Íslands býðst hún á 5.980- og er sendingargjald þá innifalið. Hægt er að panta bókina í netfanginu: holar@holabok.is.