Ferðafélag Íslands gaf sl. vetur út nýtt endurbætt göngu- og örnefnakort af gossvæðinu í Geldingadölum. Kortið nýtst vel nú þegar gos er hafið að nýju, nú í Meradölum. Kortið var gefið á sex tungumálum; íslensku, ensku, þýsku, frönsku, pólsku og kínversku. Eftir því sem best er vitað er þetta í fyrsta skipti sem íslenskt göngukort er gefið út á kínversku og pólsku. Kortið er hannað í anda gömlu dönsku herforingjakortanna og þar má finna helstu gönguleiðir við gosstöðvarnar, en einnig örnefni og forminjar eins og sel.