Við sögðum frá því í síðustu viku að skálaverðir væru mættir í alla skála á Laugaveginum og að þeir væru í óðaönn að undirbúa komu ferðalanga. Nú hefur Vegagerðin opnað leiðina inn í Landmannalaugar og fyrstu gestir eru mættir á svæðið.
Þá er einnig búið að opna Kjalveg og er skálavörður kominn í Hvítárnes.
Hópur sjálfboðaliða gerði svo allt fínt í Hornbjargsvita á dögunum og er búið að opna skálann fyrir gestum.
Við vekjum athygli á að ekki er búið að opna skálann í Nýjadal.
Hér má sjá yfirlit yfir skála Ferðafélagsins og upplýsingar um þá.