Örgöngur FÍ - Borgarganga úr Straumsvík

Ferðafélag Íslands hefur boðið upp á örgöngur undanfarin ár og hefur meðal annars verið gengið um Grafarholt, Breiðholt, Gróttu, Kópavog og Hafnarfjörð. Síðasta örganga ársins er nú framundan og ber nafnið Borgarganga úr Straumsvík og leiðir Jónatan Garðarsson för um Straumsvík, fer hjá tóftum Þýskubúðar, Jónsbúðar og Kolbeinskots að Óttarstöðum. Þátttaka í örgöngur FÍ er ókeypis og allir velkomnir. 

 

Gengið með ströndinni fram hjá tóftum Þýskubúðar, Jónsbúðar og Kolbeinskots að Óttarsstöðum. Þaðan er ströndinni fylgt áfram fram hjá Langakletti í áttina að tóftum Lónakots, en þar eru ferskvatnstjarnir sem nefnast Straumsvatnagarðar. Búsetu- og verminjar sem verða á vegi göngufólks eru skoðaðar og hugað að helstu kennileitum og örnefnum. Farið er eftir gamalli slóð frá Lónakoti að Straumi á bakaleiðinni.

Brottför/Mæting
1. október Kl. 10:30 við Straum í Straumsvík.
Fararstjórn

 Jónatan Garðarsson.