Fréttir

Aðventu- og brosgöngur FÍ

Í minningu John Snorra Sigurjónssonar stendur Ferðafélag Íslands fyrir aðventu- og brosgöngum 1. - 24. desember. John Snorri var þekktur fyrir sitt jákvæða hugarfar, léttu lund og breiða bros. Aðventan getur verið mikil álagstími og því er mikilvægt að gleyma ekki að huga að heilsunni, nýta birtuna og fara út að hreyfa sig með fjölskyldu og vinum.

Styttist í ferðaáætlun FÍ 2022

Nú styttist í að ferðaáætlun FÍ 2022 birtist á heimasíðu félagsins í allri sinni dýrð. Ferðaáætlunin er stútfull af brakandi ferskum ferðum þar sem allir eiga finna eitthvað við sitt hæfi; fjallaskíðaferðir og námskeið, sumarleyfisferðir, helgarferðir, dagsferðir, ferðir með Ferðafélagi barnanna, FÍ Ung, samstarfsferðir með HÍ og Landvernd og þannig mætti lengi telja. Stefnt er að því að ferðaáætlun FÍ birtist á heimasíðunni 2 desember nk og verður þá um leið hægt að skrá sig í ferðir á heimasíðunni.

Myndakvöld - Snæfellsnes og Björn Rúriksson

Fyrsta myndakvöld vetrarins verður haldið miðvikudaginn 27.október kl. 20 í sal FÍ Mörkinni 6. Björn Rúríksson rithöfundur, ljósmyndari og flugmaður fjallar um Snæfellsnes og náttúru landshlutans.

Undir yfirborð jarðar

Laugardaginn 16. október efnir Ferðafélag Íslands til jarðfræðiferðar í Búrfellsgjá í samstarfi við Háskóla Íslands.

Nýtt "Þórsmerkurljóð"

10-12 september s.l var efnt til kvennaferðar á vegum Ferðafélags Íslands í Þórsmörk. Hópurinn var undir leiðsögn Eyrúnar Viktorsdóttur og Völu Húnboga. Kvennaferðir njóta mikilla vinsælda um þessar mundir og var verulega glatt á hjalla í Skagfjörðsskála í Langadal þar sem Ferðafélagsfólk hefur skemmt sér frá 1954.

Björgun á Hlöðufelli

"Við sóttum veikan einstakling úr gönguhópi á Hlöðufelli í dag. Mér skilst að hópurinn sé á vegum FÍ. Mér finnst vert að hrósa þeim sem voru á vettvangi. Undirbúningurinn hefur greinilega verið góður því í hópnum var VHF talstöð með neyðarrás 16, auk einhverskonar varsekks sem hinn veiki var í þegar við komum."

Skógarganga og gróðursetningar

Á degi íslenskrar náttúru 16. september. FÍ og Skógræktarfélag Reykjavíkur.

Ferðanefnd undirbýr næsta ár

Um þessar mundir er undirbúningur næsta árs að hefjast, þar á meðal skipulag ferða.

Skálum fljótlega lokað á Laugavegi

Skálum Ferðafélagsins á Laugavegi verður lokað um miðjan september.

Haustfegurð í Landmannalaugum

Það má svo sannarlega enn njóta tíma í Friðlandinu en um liðna helgi naut hópur á vegum Ferðafélags Íslands þess að upplifa svæðið í göngu- og jógaferð.