Ókeypis námskeið fyrir félaga í Ferðafélagi Íslands. Loftslagsvernd í verki, glænýtt 6 – 8 vikna námskeið á vegum Landverndar, ætlað einstaklingum sem vilja prófa sig áfram og leggja sitt af mörkum í þágu loftslagsins. Námskeiðið er valdeflandi ferli sem miðar að því að styðja þátttakendur til að finna eigin leiðir til að draga úr kolefnissporinu. Námskeiðið er unnið í litlum hópum og með gagnvirkri þátttöku í Vefskóla Landverndar. Námskeiðið býðst endurgjaldslaust fyrir þig kæri félagi í Ferðafélagi Íslands, sama hvar þú ert á landinu.