FÍ Kvennakraftur eitt og tvö
FÍ Kvennakraftur er æfinga- og útivistarverkefni fyrir konur sem vilja hreyfa sig úti í náttúrunni. Að auki er hægt að fá leiðsögn íþróttafræðings við styrktarþjálfun heima fyrir.
FÍ Kvennakraftur hefur fengið frábærar viðtökur og nú eru af fara af stað ný verkefni sem standa fram í miðjan júní. Nú er því kjörið tækifæri til að byggja upp gott form fyrir sumarið og taka þátt í frábærum félagsskap.
Kvennakraftur 1 er uppselt en nokkur sæti eru laus í Kvennakraft 2.
Umsjón: Kolbrún Björnsdóttir, leiðsögumaður.
Umsjón fjarþjálfunar: Nanna Kaaber, íþróttafræðingur og einkaþjálfari.
FÍ Kvennakraftur II ( nokkur sæti laus )
Kvennakraftur II er æfinga- og útivistarverkefni fyrir konur sem vilja hreyfa sig úti í náttúrunni. Að auki er hægt að fá leiðsögn íþróttafræðings við styrktarþjálfun heima fyrir. Dagskrá Kvennakrafts II hefst með fjallgöngu / léttu hlaupi á Selfjall og Sandfell 12. apríl. Myndband af fræðslufundi má finna á facebókarsíðu FÍ.
Á mánudögum er farið í fjallgöngu eða fjallahlaup, á fimmtudögum er náttúruhlaup eða fjallahlaup og annan hvern laugardag sameinast báðir Kvennakraftshóparnir í fjallgöngu sem oftast er lengri en mánudagsgöngurnar.
Náttúruhlaupin fara fram á mismunandi svæðum í og við borgina. Til dæmis í Heiðmörk, Öskjuhlíð, Búrfellsgjá, Elliðaárhólma og við Vífilstaðavatn og Hvaleyrarvatn. Staðsetning hverju sinni fer eftir veðri en þegar veður er örlítið krefjandi er alltaf hægt að finna skjól í skógi.
Styrktarþjálfunin fer fram í gegnum netið og er í umsjón Nönnu Kaaber, íþróttafræðings. Á þriðjudögum og föstudögum fá þátttakendur sendar styrktaræfingar og sunnudagar eru teygjudagar.
Verkefnið er hugsað fyrir konur sem hafa einhverja reynslu af fjallgöngum og hlaupum og vilja koma sér í gott fjalla- og hlaupaform.
Ferðafélag Íslands leggur mikla áherslu á að fylgja öllum sóttvarnarreglum í sínu starfi. Miðað við núgildandi reglur erum við með 9 + 1 í hverri brottför, gætum vel að 2 metra reglunni og fylgjum öllum öðrum leiðbeiningum um samskipti og hreinlæti. Útivist og reglubundin hreyfing er eitt það allra besta sem hægt er að gera í Covid aðstæðum.
Umsjón: Kolbrún Björnsdóttir, leiðsögumaður.
Verð með styrktarþjálfun: 90.900 árgjald FÍ 2021 innifalið
Verð án styrktarþjálfunar: 80.900 árgjald FÍ 2021 innifalið
Dagskrá FÍ Kvennakraftur I Vor 2021
Dags. |
Vikudagur |
Áfangastaður |
Lengd/hækkun |
FÍ facebók |
Fræðslufundur ( myndband á netinu) |
|
|
12.04. |
Mánudagur |
Selfjall og Sandfell |
6 km/150m |
15.04. |
Fimmtudagur |
Náttúruhlaup |
|
17.04. |
Laugardagur |
Búrfell Grímsnesi |
6 km/500m |
19.04. |
Mánudagur |
Smáþúfur |
6 km/550m |
22.04. |
Fimmtudagur |
Náttúruhlaup |
|
26.04. |
Mánudagur |
Blákollur |
5 km/360m |
29.04. |
Fimmtudagur |
Náttúruhlaup |
|
01.05. |
Laugardagur |
Geirmundartindur |
7 km/630m |
03.05. |
Mánudagur |
Melahnúkur |
4 km/400m |
06.05. |
Fimmtudagur |
Náttúruhlaup |
|
10.05. |
Mánudagur |
Skálafell Hellisheiði |
6 km/250m |
15.05. |
Laugardagur |
Ármannsfell |
9 km/600m |
17.05. |
Mánudagur |
Reykjadalur |
8 km/300m |
20.05. |
Fimmtudagur |
Náttúruhlaup |
|
27.05. |
Fimmtudagur |
Náttúruhlaup |
|
29.05. |
Laugardagur |
Kvígindisfell |
10 km/430m |
31.05. |
Mánudagur |
Vífilsfell |
7 km/470m |
03.06. |
Fimmtudagur |
Náttúruhlaup |
|
07.06. |
Mánudagur |
Móskarðahnúkar |
8 km/700m |
10.06. |
Fimmtudagur |
Náttúruhlaup |
|
12.06. |
Laugardagur |
Leggjabrjótur* |
16 km/500m |
* Ferð frá A – B þá þarf rútu sem er greidd sér
Ferðafélag Íslands áskilur sér rétt til að breyta, fresta eða endurskipuleggja dagskrá fjallaverkefna félagsins vegna sóttvarnarfyrirmæla í tengslum við Covid 19 eða annarra óviðráðanlegra aðstæðna.
FÍ Kvennakraftur I ( uppselt )
Kvennakraftur I er æfinga- og útivistarverkefni fyrir konur sem vilja hreyfa sig úti í náttúrunni. Að auki er hægt að fá leiðsögn íþróttafræðings við styrktarþjálfun heima fyrir. Næsta námskeið hefst með fræðslufundi 6. apríl og endar á Leggjabrjóti 12. Júní.
Á þriðjudögum er farið í fjallgöngu eða röska göngu á náttúrustígum og annan hvern laugardag sameinast báðir Kvennakraftshóparnir í fjallgöngu sem oftast er lengri en þriðjudagsgöngurnar.
Styrktarþjálfunin fer fram í gegnum netið og er í umsjón Nönnu Kaaber, íþróttafræðings. Á miðvikudögum og föstudögum fá þátttakendur sendar styrktaræfingar og á mánudögum er teygjudagur.
Verkefnið er hugsað fyrir konur sem hafa einhverja reynslu af fjallgöngum og vilja koma sér í gott fjallaform.