Fjallaspjallið með Vilborgu Örnu pólfara er ný podcast þáttaröð sem Ferðafélag Íslands setur nú í loftið. Í fjallaspjallinu ræðir Vilborg Arna við fjallafólk, fararstjóra og fjallaleiðsögufólk sem segir frá ævintýrum á fjöllum, reynslu og upplifun.
Ferðafélagi Íslands hefur borist góður liðstyrkur inn í fararstjórahóp félagsins því Vilborg Arna Gissurardóttir og Tomasz Þór Veruson eru gengin til liðs við félagið.
Ferðafélag Íslands frestar dagskrá fjalla- og hreyfiverkefna félagsins. Um leið er skipt yfir í heimaverkefni, einstaklingsgöngur í nærumhverfi, þrautir, leiki og félagslegan stuðning á samfélagsmiðlum verkefna. Ferðafélag Íslands minnir á almannavarnagöngur FÍ sem félagið fór af stað með sl. vor.
Fjölmargir eiga eftir að nýta sér sumargjöf stjórnvalda sem var fimm þúsund króna gjafabréf. Þeir sem eiga eftir að nýta sér sumargjöfina geta nú tvöfaldað hana með því að kaupa gjafabréf hjá Ferðafélagi Íslands fyrir sumargjöfina ( kr. 5000 ) sem verður að verðmæti kr. 10.000 og nýtist til kaupa á ferðum, bókum eða gistingu hjá FÍ. Ferðaáætlun FÍ 2021 birtist á heimasíðu félagsins 8. desember nk og verður stútfull af skemmtilegum, spennandi ferðum og fjallaverkefnum af öllu tagi.
Ferðafélag Íslands stendur fyrir útgáfu fræðslu- og gönguleiðarita og handbóka ár hvert. Þessi rit benda gjarnan á leiðir sem ekki eru á allra vitorði og leiða göngumenn þannig á nýjar slóðir. Einnig gera þau gönguferðirnar ánægjulegri og eftirminnilegri þar sem fróðleikurinn skapar skemmtilegar tengingar við atburði og sögur úr fortíðinni.