Ferðafélag Íslands stendur fyrir útgáfu fræðslu- og gönguleiðarita ár hvert. Þessi rit benda gjarnan á leiðir sem ekki eru á allra vitorði og leiða göngumenn þannig á nýjar slóðir. Einnig gera þau gönguferðirnar ánægjulegri og eftirminnilegri þar sem fróðleikurinn skapar skemmtilegar tengingar við atburði og sögur úr fortíðinni. Upplýsingarnar eru settar fram í stuttum köflum svo auðvelt er að finna lýsingar og fróðleik sem við á hverju sinni. Þá eru ritin í þægilegu broti svo auðvelt er að hafa þau meðferðis í lengri og skemmri ferðir. Árbækur Ferðafélag Íslands eru flaggskipið í útgáfustarfi félagsins og nú á sérstökum jólabókadögum verða kynnt tilboð á bæði fræðsluritum og árbókum. Meðal annars hafa verið settir saman skemmtilegir jólabókapakkar sem kynntir verða nánar á næstunni https://www.fi.is/is/vefverslun/bokapakkar