Vilborg Arna og Tomasz Þór til liðs við Ferðafélagið

Vilborg Arna pólfari mun starfa með FÍ í margvíslegum verkefnum á næstunni, meðal annars hefur hún umsjón með ,,Fjallaspjalli með Vilborgu,
Vilborg Arna pólfari mun starfa með FÍ í margvíslegum verkefnum á næstunni, meðal annars hefur hún umsjón með ,,Fjallaspjalli með Vilborgu," nýrri podcast þáttaröð sem er að fara í loftið hjá Ferðafélagi Íslands.

Ferðafélagi Íslands hefur borist góður liðstyrkur inn í fararstjórahóp félagsins því Vilborg Arna Gissurardóttir pólfari og Tomasz Þór Veruson eru gengin til liðs við félagið.

Undanfarin ár hafa Tomasz og Vilborg leitt starf Tinda Travel sem nú hefur breytt um áherslur og einbeitir sér að starfsemi erlendis.   Meðal annars hafa þau leitt verkefnin Tindar I, Ævintýratindar og Fjallatindar, þar sem fjöldi fólks hefur tekið þátt. Ferðafélag Íslands hefur byggt upp sterkar stoðir í námskeiðahaldi og fjalla- og hreyfiverkefnum til sinna félagmanna og starfrækir nú 18 fjalla- og hreyfiverkefni.  Ferðafélagið  kynnir á næstunni fjalla – og hreyfiverkefni næsta árs.

Vilborg Arna er ein öflugasta fjallakona landsins og á glæsilega afrekaskrá að baki þar sem hún hefur meðal annars gengið á Suðurpólinn, yfir Grænlandsjökul og á hæstu tinda allra heimsáfla og auk þess gengið hæstu fjöll Íslands og ferðast mikið innanlands og á ára ferli sem fjallaleiðsögukona.

 

Tomasz Þór er fjallaleiðsögumaður með öll helstu réttindi og mikla reynslu af því að leiða hópa. Tomasz Þór mun koma í fararstjórahóp FÍ og leiða þar ýmiss fjallaverkefni en Vilborg Arna mun koma að fræðslu- og kynningarverkefnum og námskeiðshaldi auk þess sem hún mun hafa umsjón með Fjallaspjalli FÍ með Vilborgu, nýrri podcast þáttaröð sem fer í loftið á næstu dögum þar sem Vilborg Arna ræðir við fjallafólk og leiðsögumenn. Ferðafélag Íslands býður Tomasz og Vilborgu velkomin til liðs við fararstjórahóp félagsins sem telur nú yfir 70 fararstjóra og leiðsögufólk.  Allt saman fjallafólk og náttúruunnendur sem sem hefur yndi af því að ferðast um íslenska náttúru og miðla af þekkingu sinni og reynslu.