12 góðar gönguleiðir
26.02.2021
Víða um land má finna góðar gönguleiðir. Fjölmörg sveitarfélög hafa unnið frábært starf í uppbyggingu göngu- og útivistarsvæða og stikað og merkt gönguleiðir í sinni byggð. Eins hafa ferðafélög og einkaaðilar lagt sitt af mörkum og komið að uppbyggingu útivistarsvæða. Rannsóknir sýna að vel skipulögð og aðgengileg útivistarsvæði eru mikilvægur hluti af lífsgæðum íbúa. Ferðafélag Íslands og Valtitor hafa lengi átt samstarf og staðið fyrir uppsetningu á gönguleiðaskiltum á fjölförnum gönguleiðum bæði í byggð og óbyggðum. Það þarf þó ekki alltaf að leita langt yfir skammt og bestu gönguferðirnar eru oft heiman frá og í nærumhverfinu. Þegar ferðast er um landið má finna góðar gönguleiðir þar sem upphafsstaður er aðgengilegur í byggð eða við þéttbýli.