Fréttir

12 góðar gönguleiðir

Víða um land má finna góðar gönguleiðir. Fjölmörg sveitarfélög hafa unnið frábært starf í uppbyggingu göngu- og útivistarsvæða og stikað og merkt gönguleiðir í sinni byggð. Eins hafa ferðafélög og einkaaðilar lagt sitt af mörkum og komið að uppbyggingu útivistarsvæða. Rannsóknir sýna að vel skipulögð og aðgengileg útivistarsvæði eru mikilvægur hluti af lífsgæðum íbúa. Ferðafélag Íslands og Valtitor hafa lengi átt samstarf og staðið fyrir uppsetningu á gönguleiðaskiltum á fjölförnum gönguleiðum bæði í byggð og óbyggðum. Það þarf þó ekki alltaf að leita langt yfir skammt og bestu gönguferðirnar eru oft heiman frá og í nærumhverfinu. Þegar ferðast er um landið má finna góðar gönguleiðir þar sem upphafsstaður er aðgengilegur í byggð eða við þéttbýli.

Skálaverðir mættir í Landmannalaugar

Skálaverðir Ferðafélags Íslands eru mættir í Landmannalaugar og verða fram yfir páska. Vegna Covid gilda strangar relgur um fjölda gesta í skálanum, skiptingu í gistirými, notkun á eldhúsi og salerni. Bóka þarf í skálann fyrirfram á skrifstofu FÍ.

Ferðafélag Íslands bætir við ferðum með Ferðafélagi barnanna næsta sumar

Vegna mikillar eftirspurnar hefur Ferðafélag Íslands nú bætt við fleiri ferðum með Ferðafélagi barnanna sem er hluti af starfi FÍ. Bætt er við aukaferðum um Laugaveginn og einni ferð í Norðurfjörð þar sem gist verður að Valgeirsstöðum

Ferðafélag Íslands og Fjallakofinn í samstarfi

Ferðafélag Íslands og Fjallakofinn hafa gert með sér nýjan samning til þriggja ára. Páll Guðmundsson framkvæmdastjóri FÍ og Halldór Hreinsson framkvæmdastjóri Fjallakofans skrifuðu undir samninginn í Fjallakofanum í dag. ,,Þetta er verðmætur samningur fyrir báða aðila. Við viljum veita félögum í FÍ, fararstjórum og öllum þátttakendum í hinum fjölmörgu verkefnum Ferðafélagsins besta útivistarbúnað sem völ er á og um leið á góðum kjörum. Þetta hefur verið ánægjulegt samstarf sl. átta ár, " sagði Halldór Hreinsson við undirskrift samningsins.

Auka fjallaskíðanámskeið vegna mikillar eftirspurnar

Ferðafélag Íslands hefur sett upp nýtt fjallaskíðanámskeið vegna mikillar eftirspurnar. Um er að ræða byrjendanámskeið í fjallaskíðamennsku sem skiptist í fyrirlestur og verklega kennslu.

Nýjar ferðir, verkefni og fleiri námskeið

Vegna mikillar eftirspurnar þá erum við að bæta við nýjum ferðum og verkefnum. Meðal annars leiðangri yfir Vatnajökul með Vilborgu Örnu pólfara, ókeypis fræðslunámskeiði fyrir félagsmenn FÍ um notkun brodda og ísaxar, kynningarnámskeiði um ferðaskíðamennsku og styttri ferðir á ferðagönguskíðum ( utanbrautarskíðum ) Einnig verða nýjar sumarleyfisferðir kynntar á næstunni en fullbókað er í fjölmargar ferðir sumarsins.

Fjölmörg námskeið framundan hjá FÍ

Fjölmörg námskeið eru á dagskrá hjá Ferðafélagi Íslands næstu vikur og mánuði. Má þar nefna námskeið eins og ,,ferðast á gönguskíðum," gps námskeið, fyrstu hjálp á fjöllum, námskeið í vetrarfjallamennsku, námskeið á ferðaskíðum, vaðnámskeið og fleira mætti nefna. Fyrsta námskeið vetrarins er snjóflóðanámskeið sem hefst 19. jan

Mikil skráning í ferðir sumarsins

Ferðaáætlun FÍ kom út fyrir jól og er að þessu sinni birt með rafrænum hætti á netinu. Viðbrögð við ferðaátæluninni hafa verið frábær og nú þegar er orðið fullbókað í tólf sumarleyfisferðir FÍ og allar ferðir Ferðafélags barnanna eru fullbókaðar. FÍ vinnur nú að því að bæta við ferðum.

Hlýtt í hjartanu

Fjalla­hlaupa­hóp­ur Ferðafé­lags Íslands læt­ur frosta­veðrið ekki á sig fá og hef­ur frá því klukk­an fjög­ur í gær hlaupið hring eft­ir hring í kring­um Reyn­is­vatn til styrkt­ar sum­ar­búðum lamaðra og fatlaðra í Reykja­dal.

Kynningarfundir FÍ fjalla- og hreyfiverkefna

Kynningarfundir FÍ fjalla- og hreyfiverkefna hefjast 4. janúar. Upplýsingar um öll verkefnin og dagsetningar kynningarfunda má finna ...