Fréttir

Styttist í ferðaáætlun FÍ 2022

Nú styttist í að ferðaáætlun FÍ 2022 birtist á heimasíðu félagsins í allri sinni dýrð. Ferðaáætlunin er stútfull af brakandi ferskum ferðum þar sem allir eiga finna eitthvað við sitt hæfi; fjallaskíðaferðir og námskeið, sumarleyfisferðir, helgarferðir, dagsferðir, ferðir með Ferðafélagi barnanna, FÍ Ung, samstarfsferðir með HÍ og Landvernd og þannig mætti lengi telja. Stefnt er að því að ferðaáætlun FÍ birtist á heimasíðunni 2 desember nk og verður þá um leið hægt að skrá sig í ferðir á heimasíðunni.

Myndakvöld - Snæfellsnes og Björn Rúriksson

Fyrsta myndakvöld vetrarins verður haldið miðvikudaginn 27.október kl. 20 í sal FÍ Mörkinni 6. Björn Rúríksson rithöfundur, ljósmyndari og flugmaður fjallar um Snæfellsnes og náttúru landshlutans.

Undir yfirborð jarðar

Laugardaginn 16. október efnir Ferðafélag Íslands til jarðfræðiferðar í Búrfellsgjá í samstarfi við Háskóla Íslands.

Nýtt "Þórsmerkurljóð"

10-12 september s.l var efnt til kvennaferðar á vegum Ferðafélags Íslands í Þórsmörk. Hópurinn var undir leiðsögn Eyrúnar Viktorsdóttur og Völu Húnboga. Kvennaferðir njóta mikilla vinsælda um þessar mundir og var verulega glatt á hjalla í Skagfjörðsskála í Langadal þar sem Ferðafélagsfólk hefur skemmt sér frá 1954.

Björgun á Hlöðufelli

"Við sóttum veikan einstakling úr gönguhópi á Hlöðufelli í dag. Mér skilst að hópurinn sé á vegum FÍ. Mér finnst vert að hrósa þeim sem voru á vettvangi. Undirbúningurinn hefur greinilega verið góður því í hópnum var VHF talstöð með neyðarrás 16, auk einhverskonar varsekks sem hinn veiki var í þegar við komum."

Skógarganga og gróðursetningar

Á degi íslenskrar náttúru 16. september. FÍ og Skógræktarfélag Reykjavíkur.

Ferðanefnd undirbýr næsta ár

Um þessar mundir er undirbúningur næsta árs að hefjast, þar á meðal skipulag ferða.

Skálum fljótlega lokað á Laugavegi

Skálum Ferðafélagsins á Laugavegi verður lokað um miðjan september.

Haustfegurð í Landmannalaugum

Það má svo sannarlega enn njóta tíma í Friðlandinu en um liðna helgi naut hópur á vegum Ferðafélags Íslands þess að upplifa svæðið í göngu- og jógaferð.

Svelgur á Fimmvörðuhálsi

Varasamar aðstæður eru á Fimmvörðuhálsi og ástæða til varúðar.