Björn Rúriksson, rithöfundur, ljósmyndari og flugmaður fjallar um Snæfellsnes og náttúru landshlutans. Endilangt nesið er til skoðunar úr lofti jafnt og á landi – allt frá Snæfellsjökli í vestri og austur eins langt og það nær inn til Dala og inn í uppsveitir Borgarfjarðar, inneyjum Breiðafjarðar norðan Snæfellsness og sögu þeirra verða einnig gerð nokkur skil.
Heillandi efni og margar óvenjulegar og fallegar ljósmyndir úr þessum undraheimi íslenskrar náttúru.
Myndakvöldið hefst kl. 20 í sal FÍ Mörkinni 6 miðvikudaginn 27. október.
Verð kr. 1000, innifalið kaffi og kleinur í hléi, ca kl. 20.40. Myndakvöldi lýkur um kl. 21. 45.
Allir velkomnir