Frábærar viðtökur við ferðaáætlun félagsins.

Frábærar viðtökur við ferðaáætlun félagsins.

,,Við þökkum fyrir frábærar viðtökur við ferðaáætlun félagsins. Skráning í gönguhópa og sumarleyfisferðir félagsins hefur sjaldan verið meiri en nú," segir Heiða Meldal ferðafulltrúi FÍ.
 
Fjölmargir gönguhópar eru nú fullbókaðir eða velbókaðir og allir gönguhópar sem kynntir hafa verið hafa nú náð lágmarksþátttöku og fara af stað samkvæmt áætlun. Þá hefur verið góð skráning í sumarleyfisferðir félagsins og margar ferðir þegar fullbókaðar.
 
 
,,Það er einnig mjög skemmtilegt að nýungar í starfinu eins og prjónagöngur sem Ingibjörg Jónsdóttir leiðir og gítarnámskeið FÍ sem Bent Marinósson stendur fyrir hafa slegið algjörlega í gegn og nú er verið að bæta við viðbótarnámskeiðum og framhaldsnámskeiðum í gítarkennslunni og fleiri prjónagöngur framundan. Þá voru yfir 50 þátttakendur i borgargöngunni, fyrstu göngu ársins, " segir Heiða.