FÍ Fjallahlaup

Um verkefnið

FÍ Fjallahlaup er æfingaverkefni sem stendur í rúma 9 mánuði; frá október fram í miðjan júlí. Markmiðið er að koma þátttakendum í gott fjallahlaupsform með gönguskíði sem valkvæða aukagrein. Einnig takast þátttakendur á við krefjandi og skemmtilega viðburði/keppnir á tímabilinu (nánar kynnt á kynningarfundi í september).

FÍ Fjallahlaup er hugsað fyrir venjulegt fólk sem er í ágætis formi og hreyfir sig reglulega. Lagt er upp með að þátttakendur geti í upphafi tímabils hlaupið rólega (á spjallhraða), í a.m.k. 60 mínútur.

Þetta verkefni er fyrir fólk sem vill komast í eða viðhalda góðu hlaupaformi og kynnast fjölbreytilegum hlaupaleiðum í náttúru Íslands ásamt því að setja sér metnaðarfull markmið í skemmtilegum og hvetjandi félagsskap.

NÝTT….
Við munum brjóta upp æfingatímbilið í vetur og taka inn gönguskíðaæfingar (valkvætt), sem eru frábær leið/krossþjálfun til að byggja upp úthald og styrk fyrir fjallahlaup.

Upplýsingafundur verða haldinn í september (nánar auglýst síðar), og verkefnið hefst formlega fyrstu vikuna í október.

Umsjón: Kjartan Long ásamt fjallahlaupurunum Örnu Torfadóttir og Tjörva Einarssyni 

Verð: 128.200 árgjald FÍ 2022 innifalið.

 

Upplýsingafundur fyrir þátttakendur 22. sept kl. 20:00 í sal FÍ, Mörkinni 6


FÍ Fjallahlaup 2021 -2022

með gönguskíði sem valkvæða aukagrein.

Hópurinn er lokaður og hittist á einni sameiginlegri æfingu í miðri viku (mánudag og/eða miðvikudag), ásamt lengri laugardagsæfingu á þriggja til fjögurra vikna fresti. Við munum nýta okkur hina ýmsu slóða og stíga í nágrenni við höfuðborgarsvæðið ásamt gönguskíðasvæðunum (Bláfjöll/Heiðmörk), þegar þau eru opin.

Lokaður Facebook hópur verður stofnaður utan um verkefnið og verða þátttakendur hvattir til þess að hittast oftar í viku og æfa saman eftir æfingaáætlun. Æfingaáætlunin er send reglulega á hópinn ásamt tillögum að hlaupaleiðum, styrktaræfingum og teygjum.

Æfingaáætlunin miðar fyrst í stað við það að koma upp/ viðhalda góðu grunnformi, tækni og styrk. Þegar nær dregur vori tekur svo við æfingaáætlun sem miðar að því að bæta hraða og úthald til að geta klárað þær keppnir/viðburði sem stefnt er að. Þátttakendur í FÍ Fjallahlaupi fá persónulegt aðhald og eru frammistöðumældir reglulega á tímabilinu.

Þátttakendur í FÍ Fjallahlaupi eru hvattir til að taka þátt í nokkrum skemmtilegum viðburðum/keppnum á tímabilinu og verða þeir kynntir nánar á kynningarfundinum í september.

Nokkur dæmi um viðburði/keppnir sem stefnt er að á þessu tímabili: Strandagangan, Fossavatnsgangan (25km eða 50km), The Puffin Run, Hvítasunnuhlaup Hauka, Hengill Ultra, Snæfellsjökulshlaupið, Dyrfjallahlaupið, Súlur Vertical o.fl.
Einnig verður í boði að fá sérsniðið hlaupaprógram fá 1.maí fyrir þá sem fá skráningu/skrá sig í Laugavegshlaupið sumarið 2022.

Fjöldi er takmarkaður við 40 þátttakendur.

Innifalið í verði:

  • Níu mánaða æfingaáætlun (hlaup og styrkur).
  • A.m.k. ein sameiginleg æfing á virkum degi og lengri hlaupaæfing einn laugardag í mánuði ásamt “pop up” æfingum inn á milli.
  • Ýmsir fyrirlestrar og örnámskeið.
  • Æfingaáætlun á Training Peaks og Strava hópur.
  • Fésbókarhópur.
  • Tvær sameiginlegar æfingahelgar. (Greitt sér fyrir gistingu og/eða rútu.)
  • Fríðindi og afsláttarkjör FÍ félaga.
  • Kynningar á búnaði og næringu á hlaupum/keppnum
  • Merkt æfingatreyja á sérkjörum.
  • Sameiginlegar gönguskíðaæfingar fyrir byrjendur og lengra komna.
  • Áskoranir og alls konar fróðleikur allt tímabilið.
  • Tvær gönguskíðaæfingar með hinum eina sanna Einari Ólafssyni ólympíufara á gönguskíðum.
  • Einnig verður boðið upp á tveggja/þriggja daga hlaupaferð í lok tímabils - nánar á kynningarfundi

 (Ath. skráningar í viðburði og keppnir eru á ábyrgð hvers og eins).

Verkefnið er orðið fullbókað