Láttu drauminn rætast

 

Ferðafélag Íslands býður fjölda verkefna í fjallgöngum og útivist á árinu 2021 sem hægt er að skoða nánar Fjallaverkefni 2021

Flest þessara verkefna hefjast um áramót og standa misjafnlega lengi. Sumir stefna á Hvannadalshnúk að vori með Alla leið. Aðrir sækja í reglubundnar fjallgöngur einu sinni í viku eða sjaldnar með Eitt fjall á mánuði í ýmsum tilbrigðum s.s. Fótfrá, Léttfeta eða Þrautseig.  Aðrir vilja léttar göngur í nágrenni Reykjavíkur með Göngur og gaman. Fyrir byrjendur í fjallgöngum gæti Fyrsta skrefið verið málið eða Útivistarskólinn. Þeir brattgengu finna sér pláss í Meistaradeild og Kvennakraftur er útivistar- og æfingahópur sérstaklega ætlaður konum.  Þeir sem eru í leit að nýjum ferðamáta koma svo með í Hjól og Fjall. Síðast en ekki síst verður móðir allra fjallaverkefna- 52 fjöll endurvakið 2021 í sérstakri 10 ára afmælisútgáfu.  

Þátttaka í hópverkefnum hefur margvíslega kosti. Fólk fær þjálfaða umsjónarmenn sem leiða hópinn og fræða og ábyrgjast öryggi þátttakenda. Stundaskráin veitir hvatningu og aðhald sem mörgum finnst nauðsynlegt.

Félagslegi þátturinn er ómetanlegur því hópurinn hittist reglulega mánuðum saman og tekst saman á við þær áskoranir sem mæta honum. Við þetta styrkjast tengslin og fólk eignast vini og göngufélaga og í mörgum tilvikum eiga þau kynni eftir að endast.
 
Látið ekki happ úr hendi sleppa. Förum til fjalla á nýju ári og tökumst á við ný markmið og áskoranir, bætum heilsuna og finnum nýja gleði.