Fréttir úr starfi félagsins

Sértilboð fyrir félaga FÍ á sýninguna Fjallabak!


Elín Björk kjörin varaforseti stjórnar Ferðafélags Íslands - Agnes Ósk ný í stjórn félagsins.

Elín Björk Jónasdóttir var kjörin í embætti varaforseta Ferðafélags Íslands á aðalfundi félagsins í gær. Elín hefur átt sæti í stjórn félagsins sl. 2 ár og tekur við emæbttinu af Sigrúnu Valbergsdóttur sem gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Elín Björk hefur tekið þátt í starfi Ferðafélags Íslands í mörg ár. Elín er þjóðþekkt sem veðurfréttamaður í mörg ár og starfaði lengi á Veðurstofu Íslands en starfar í dag sem sérfræðingur í Umhverfisráðuneytinu.

Sigrún Valbergsdóttir og Ingunn Sigurðardóttir heiðursfélagar Ferðafélags Íslands

Á aðalfundi Ferðafélags Íslands í gær voru Sigrún Valbergsdóttir og Ingunn Sigurðardóttir sæmdar nafnbótinni heiðurfélagi Ferðafélags Íslands. Sigrun og Ingunn hafa báðar átt langt og farsælt starf með félaginu, Sigrún verið varaforseti, formaður ferðanefndar og fararstjóri og Ingunn starfað í 33 ár á skrifstofu félagsins og lengi sem aðstoðarframkvæmdastjóri.

Aðalfundur Ferðafélags Íslands 19. mars

Aðalfundur Ferðafélags Íslands verður haldinn miðvikudaginn 19. mars kl. 20 í sal FÍ Mörkinni 6.

Hæstánægð með ferðina í Grunnavík

Þau Steindóra Gunnlaugsdóttir kennari og Halldór Friðrik Þorsteinsson viðskiptafræðingur fóru í sína fyrstu ferð með Ferðafélaginu í fyrra og Grunnavík varð einmitt fyrir valinu.

Útsala hjá Fjallakofanum hefst í dag 21. febrúar


Skálavörður mættur í Landmannalaugar

Við fórum upp eftir mánudaginn 17. febrúar og gekk ferðin vel. Harðfenni og gott bílafæri, en ekki góð færð fyrir vélsleða eða skíði. Þegar komið var að sléttunum við Eskihlíð og Hnausapoll var ansi mikill blámi og krapalegt útlit.

FÍ óskar eftir skálavörðum

Ferðafélag Íslands óskar eftir skálavörðum til starfa í skálum félagsins við Laugaveginn sumarið 2025.

Óskað eftir tilnefningum til Kuðungsins 2024

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið óskar eftir tilnefningum um fyrirtæki eða stofnun, sem vegna verka sinna og athafna á síðasta ári eru þess verðug að hljóta umhverfisviðurkenninguna Kuðunginn fyrir árið 2024.

Vinnur þú jöklaferð? - Samkeppni fyrir ungt fólk

Í tilefni af degi jökla er efnt er til samkeppni á meðal barna- og ungmenna á aldrinum 10-20 ára. Óskað er eftir verkum sem varpa ljósi á mikilvægi og eðli jökla, fegurð þeirra og hversu hverfulir þeir eru. Tillögur á öllum tungumálum eru velkomnar. Hugmyndum má skila í mynd- og/eða ritmáli. Texti má vera vélritaður eða handskrifaður, lágmarks orðafjöldi er 200 orð. Verkið getur þannig t.d. verið skoðanagrein, pistill, örsaga, prósaljóð, myndaritgerð, myndskýrsla, myndasaga eða vídeóverk.