Á aðalfundi Ferðafélags Íslands í gær voru Sigrún Valbergsdóttir og Ingunn Sigurðardóttir sæmdar nafnbótinni heiðurfélagi Ferðafélags Íslands.
Sigrún og Ingunn hafa báðar átt langt og farsælt starf með félaginu, Sigrún verið varaforseti, formaður ferðanefndar og fararstjóri og Ingunn starfað í 33 ár á skrifstofu félagsins og lengi sem aðstoðarframkvæmdastjóri. Ólöf Kristín Sívertsen forseti FÍ og Páll Guðmundsson framkvæmdastjóri FÍ færðu þeim blóm og innilegar þakkir fyrir allt þeirra einstaka starf í þágu félagsins.
Dagskrá aðalfundar var hefðbundin og verður betur gert skil hér á heimaasíðunni.
Í kjöri stjórnar þá var Agnes Ósk Sigmundsdóttir kjörin í stjórn í stað Sigrúnar sem gaf ekki kost á sér.
Elín Björk Jónasdóttir stjórnarkona, var kosin varaforseti félagisns í stað Sigrúnar sem hafði gegnt því embætti.
Gestur Pétursson og Gísli Már Gíslason voru endurkjörnir í stjórn til næstu þriggja ára.
Leifur Þorsteinsson og Sigurður Kristjánsson voru kjörnir skoðunarmenn reikninga.
Stjórn félagsins skipa nú:
Ólöf Kristín Sívertsen forseti, Elín Björk Jónasdóttir varaforseti, Gísli Már Gíslason, Gestur Pétursson, Sigurður R. Ragnarsson, Salvör Nordal, Tómas Guðbjartsson, Hrönn Vilhjálmsdóttir og Agnes Ósk Sigmundsdóttir