Gítárnámskeiðin slá í gegn

Gítárnámskeiðin slá í gegn

Gítarnámskeið Ferðafélags Íslands og gitarskolinn.is hafa slegið í gegn. Í fyrstu var boðið upp á grunnnámskeið en vegna óska þátttakenda var síðan bætt við framhaldsnámskeiði og fjölmörg tóku þátt og eru tilbúin að halda uppi fjörinu á kvöldvökum í góðra vina hópi á fjöllum. Bent Marinósson hafði veg og vanda að námskeiðunum og kennslunni. Ferðafélag Íslands og gitarskolinn.is munu áfram bjóða upp á gítarnámskeið næsta haust.

Á myndinni eru þátttakendur á gítarnámskeiðinu, syngjandi sæl og glöð og tilbúin að leiða söng í næstu útilegu.