Páskaeggjaleit Ferðafélags barnanna fór fram í gær í Heiðmörk við frábærar aðstæður. Hátt í 50 börn mættu ásamt foreldrum, ömmum og öfum, frænkum eða frændum. Veðrið lék við þátttakendur sem gengu Skógarhringinn þar sem steinar höfðu verið faldir á tveimur stöðum á leiðinni. Börnin leituðu af kappi að litríkum steinunum og skiptu þeim út fyrir páskaegg við lok göngunnar. Krakkarnir voru hörkudugleg og vel útbúin. Gleði og ánægja skynu úr andlitum barnanna eftir vel heppnaða páskaeggjaleit.