Elín Björk kjörin varaforseti stjórnar Ferðafélags Íslands - Agnes Ósk ný í stjórn félagsins.

Elín Björk Jónasdóttir, varaforseti Ferðafélags Íslands
Elín Björk Jónasdóttir, varaforseti Ferðafélags Íslands

Elín Björk Jónasdóttir var kjörin í embætti varaforseta Ferðafélags Íslands á aðalfundi félagsins í gær. Elín hefur átt sæti í stjórn félagsins sl. 2 ár og tekur við emæbttinu af Sigrúnu Valbergsdóttur sem gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Elín Björk hefur tekið þátt í starfi Ferðafélags Íslands í mörg ár. Elín er þjóðþekkt sem veðurfréttamaður á RUV  í mörg ár og starfaði lengi á Veðurstofu Íslands en starfar í dag sem sérfræðingur í Umhverfisráðuneytinu. 

Agnes Ósk og Ólöf Kristín forseti FÍ. 

Þá var Agnes Ósk Sigmundsdóttir kjörin ný í stjórn félagsins. Agnes hefur verið fararstjóri í félaginu undanfarin ár og leitt vinsæla gönguhópa,  FÍ Þjóðleiðir og FÍ Kvennakraft og leitt fleiri einstaka ferðir.  Á aðalfundinum voru Gestur Pétursson og Gísli Már Gíslason endurkjörnir til þriggja ára.  Stjórn félagsins skipa nú Ólöf Kristín Sívertsen forseti, Elín Björk Jónasdóttir varaforseti, Gísli Már Gíslason, Gestur Pétursson, Salvör Nordal, Sigurður R. Ragnarsson, Tómas Guðbjartsson, Hrönn Vilhjálmsdóttir og Agnes Ósk Sigmundsdóttir.