Pakkað fyrir hlaupaferð
Athugið að listinn hér að neðan er ekki tæmandi, heldur aðeins til viðmiðunar. Endanlegur búnaður fer eftir persónulegum þörfum, lengd ferðar og hvort sofið er í skála eða tjaldi. Ef gengið er á milli skála, þá má í flestum skálum Ferðafélags Íslands finna eldunaraðstöðu og matarílát auk salernis/kamars með klósettpappír.
Á hlaupum
- Góðir hlaupaskór með grófum sóla (utanbrautarskór)
- Hlaupavesti eða lítill bakpoki
- Nærföt
- Hlaupasokkar
- Þunnur ullarbolur
- Síðerma hlaupabolur
- Stuttermabolur
- Hlaupabuxur síðar/stuttar
- Húfa, vettlingar og buff um hálsinn
- Hælsærisplástur, plástur, teygjubindi og verkjalyf
- Göngu/hlaupastafir ?
- Vind/regnjakki
- Sólgleraugu
- Sólarvörn og varasalvi
- Salernispappír, blautþurrkur og litlir plastpokar fyrir notaðan pappír
- Sími
- Nasl og vatn
Í trússbílinn/Skála
- Svefnpoki
- Koddi
- Eyrnatappar
- Tannbusti og tannkrem
- Kósíföt
- Aukaskór
- Aukahlaupaföt
- Nasl
- Kvölmatur í Hvanngil og Þórsmörk
- Morgunmatur í Hvanngil og Þórsmörk
- Drykkir
- Hleðslubanki fyrir síma