Fararstjóri

Árni Þór Finnsson

Árni Þór Finnsson

Fararstjóri

Starfsheiti

Árni Þór ólst upp í Kópavogi og hefur frá unga aldri farið um fjöll og firnindi með föður sínum á veiðar og í tjaldútilegur með fjölskyldunni. Eftir að Árni hleypti heimdraganum hélt hann uppteknum hætti og fór að fikra sig áfram með göngur á fjöll sem fljótlega sameinaðist einu helsta áhugamáli hans hlaupum. Árni hefur hlaupið víða um landið, t.a.m. Laugaveginn og um fornar þjóðleiðir milli þess sem hann fer í göngur með allt á bakinu og tjaldar í náttúrunni.
Árni er menntaður lögfræðingur og starfar sem slíkur í dag, þá lauk Árni gönguleiðsagnarnámi frá Menntaskólanum í Kópavogi árið 2021.

Ómissandi í bakpokann

Gott kaffi í lengri ferðum og þurr ullarfatnaður fyrir næturnar.

Uppáhalds leiksvæðið

Friðland að Fjallabaki og Þórsmörk.