Fararstjóri

Árni Tryggvason

Árni Tryggvason

Fararstjóri

Starfsheiti
employeesEmployeeMobile 8625364

Árni datt inn í fjallamennskuna á unglingsárum og síðan hefur hún verið drifkrafturinn í lífi hans.

Hann byrjaði í FÍ, svo bættist Alpaklúbburinn við og í 40 ár hefur hann verið virkur félagi í Hjálparsveti Skáta í Reykjavík.

Fystu ferðina fór hann sem fararstjóri fyrir FÍ 17 ára gamall. Árni hefur leitt alls kyns ferðir með mis löngum hléum í gegnum árin.

Farið Laugaveginn oftar en talið verður og í ferðanenfnd FÍ í mörg ár. Auðvitað hefur hann lokið fjölda námskeiða í ferðamennsku og skyndihjálp í óbyggðum.

Best kann hann við sig með gönguskíðin undir fótunum, hvort sem er á ferðaskíðum fjarri öllum eða á keppnisskíðum í braut. Bara að það séu gönguskíði og lífið er fullkomið þegar hægt er að taka með sér tjald í skíðaferðina.

Daglegar starfar Árni við ýmis konar hönnun og hefur m.a. hannað mikið af fræðsluefni við gönguleiðir Ferðafélagsins auk þess að starfa að hluta til við náttúruljósmyndun og ritstörf.

Ómissandi í bakpokann

Það þarf helst að vera tjald í bakpokanum með öllu tilheyrandi og nóg af nammi.

Uppáhalds leiksvæði

Þar sem skíðin fá að njóta sín og nýtt myndefni er að finna.