Fararstjóri
Bergur er alinn upp í hlíðunum í Reykjavík og í ferðalögum út um hvippinn og hvappinn frá unga aldri. Mest skíði, göngur og tjald. Seinna tóku við hálendisferðir, fjallaskíði, gönguskíði, jeppastúss og vélsleðaferðir.
Núna er áhuginn mestur á fjallamennsku, jöklum, leiðsögn og sögutengdri ferðamennsku. Þá kannski helst Vatnajökli og Hornströndum.
Bergur er menntaður kerfisfræððingur og hefur lokið fjallaleiðsögunámi frá Framhaldsskóla Austur Skaftafellssýslu, þmt. AIMG og WFR prófum. Hann hefur starfað lengi hjá Reiknistofu Bankanna, sem ábyrgðarmaður reksturs innlána og greiðslna.
Bergur mælir á hverju ári sporð fjögurra jökla, fyrir Jöklarannsóknafélag Íslands, í október.
Hobnobs
Öræfajökull